Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Side 100
98
12. gr. Prófin skiptast í flokka eins og hér segir:
I. Munnleg próf í miðprófinu, að undanskildum öllum prófum í
námsgrein þeirri, sem er sérgrein stúdentsins
II. Öll próf í námsgrein þeirri, sem er sérgrein stúdentsins.
III. Skrifleg og munnleg próf við aðalpróf, að undanskildum öllum
prófum í námsgrein þeirri, sem er sérgrein stúdentsins.
13. gr. Fyrst um sinn geta orðið takmarkanir á framkvæmd reglu-
gerðar þessarar, að því er snertir námsgreinarnar vatnsorkuver og
áætlanir og skipulagning framkvæmda, er ekki verða teknar sem
prófgreinar, fyrr en deildin ákveður að svo skuli verða.
14. gr. — Reglugerð þessi öðlast gildi 15. september 1945 fyrir
stúdenta þá, er skráðir verða í deildina haustið 1945 eða síðar. Fyrra
hluta próf verður háð að fullu i fyrsta skipti samkvæmt reglugerð
þessari vorið 1948, miðpróf i janúar 1950 og aðalpróf í janúar 1951.
Stúdentar þeir, sem skráðir hafa verið í deildina liaustið 1944
eða fyrr, eiga kost á kennslu og kost á að taka próf samkvæmt fyrir-
mælum, er deildin setur i samræmi við reglugerð þessa, að svo
miklu leyti er samrýmast má kennslutilhögun þeirri, er verið hefur
við deildina.
Kennslutilhögun við verkfræðideild Háskóla íslands.
Fyrri hluti verkfræðináms.
Kennslugreinar við fyrra hluta verkfræðináms eru þessar: stærð-
fræði, aflfræði, burðarþolsfræði, rúmmyndafræði, eðlisfræði, efna-
fræði, jarðfræði, teiknun, landmæling og húsagerð. Fjöldi kennslu-
stunda og verklegra æfinga og skipting þeirra á námsmisseri er sem
næst því, sem hér segir:
Kennslustundir: Stundir i viku
Misseri I II iii IV v VI Stundir alls
Stærðfræði 9 9 4 4 5 5 470
Aflfræði 5 5 4 4 230
Burðarþolsfræði .. . 3 3 75 #
Rúmmyndafræði .. . 4 4 4 4 200
Eðlisfræði 4 4 4 4 4 4 300
Efnafræði 2 2 (2) (2) 50
Jarðfræði (2) (2) 2 2 50
Landmæling i - 2 2 65
Húsbygging 2 25