Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 104
102
Til úrlausnai- verklegra viðfangsefna eru ætlaðar 8 vikur.
Landmæling. Tilgangur kcnnslunnar er aS veita stúdentunum
fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu í landmælingum. Kennt
er: um helztu mælitæki og notkun þeirra og meðferð, ákvörðun
punkta i landslaginu, mörkun punkta, kortagerð og hallamæling,
undirstöðuatriði um jöfnun á skekkjum.
Kennslan er bókleg og verkleg. Mikill hluti kennslunnar fer fram
að sumarlagi milii 2. og 3. kennsluárs. Síðara hluta 2. kennsluárs er
stúdentunum gefið yfirlit yfir námsefnið. Er þá enn fremur gerður
æfingauppdráttur eftir mælibók, teiknað koordinatakerfi og markaðir
punktar í það. Enn fremur nokkrar reikningsæfingar.
Verklegar æfingar standa yfir í 5 vikur. Vinnutímanum er skipt
í erindi, yfirheyrslur, útreikninga og mælingar. Farið er yfir öll
helztu atriði námsefnisins í kennslustundum og öll helztu atriði æfð
verklega. Stúdentarnir mæla í sameiningu landsvæði og teikna upp-
drátt eftir þeim mælingum.
Að afloknu námskeiðinu fer fram verklegt próf:
1. Hallamæling I. Hallamæla skal fram og aftur um 600 m langa
linu, sem er fyrir fram ákveðin. Til mælingar og leiðréttingar
áhalda eru ætlaðar 6 klukkustundir. Skila skal afriti af mæli-
tölum að afloknu prófi.
2. Hallamæling II. Mörkun, merking og hallamæling um 2 km
langrar línu. Til þessa eru veittir 6 dagar.
3. Kortagerð: Stúdentinn skal mæla og gera uppdrátt af landsvæði
um 12 ha að stærð í mælikvarðanum 1:500 eða um 24 ha að
stærð í mælikvarðanum 1:1000. Landsvæði þetta skal flatarhalla-
mæla með tackymeter. Mæla skal þríhyrningsnet yfir nálægt 100
ha svæði og reikna út net þetta. Uppdrátturinn er að jafnaði
gerður af hluta þessa svæðis. Tími skal miðast við það, að öllum
uppdráttum og útreikningum sé skilað 214 mánuði eftir að verk-
efni þetta var gefið.
Fjöldi kennslustunda (auk námskeiðsins) um 65.
Æfinganámskeið og kennsla 5 vikur.
Enn fremur 4 verkleg viðfangsefni:
1. Koordinatakerfi og afmörkun punkta.
2. Æfingauppdráttur eftir mælibók.
3. Pantógrafering.
4. Mæling og teiknun uppdráttar.