Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 105
103
Viðbótarákvæði.
Fyrir stúdenta, er skráðir voru til verkfræðináms i Háskóla íslands
haustið 1944 eða fyrr, skal haldið uppi við deildina sérstakri kennslu
háskólaárið 1945—46 í framhaldi af undanfarinni kennslu.
Kennsla í fyrra hluta greinum miðast við próf i tvennu lagi sem
hér segir:
Námsgreinar Próffl. Einkunnir 1. ár Einkunnir 2. ár Samtals
Stærðfræði i 1; 1; y2 3
Alm. aflfræði i y2; y. y; Vi 2
Burðarþolsfræði .... i 1 1
Rúmmyndafræði . .. ii y2; y Vi; Vi 2
Eðlisfræði ii 2; 2 4
Efnafræði ii í 1
Jarðfræði ii 1 1
Teiknun iii 2 2
Próf fara fram vorin 1946 og 1947.
Síðari hluti byggingaverkfræðu
Að loknu fyrra hluta prófi hefst nám síðara hluta byggingaverk-
fræði.
Markmið kennslunnar er að gera nemandann hæfan til að leysa
verkfræðileg viðfangsefni, er bíða hans að loknu námi. Jafnframt
skal miða kennsluna við, að nemandinn að afloknu burtfararprófi
öðlist rétt til þess að ka]la sig verkfræðing í samræmi við íslenzka
löggjöf. Með tilliti lil þess liefur verið tekin til fyrirmyndar náms-
tilhögun hinna fullkomnustu verkfræðingaskóla, svo sem i Danmörku,
Þýzkalandi og víðar. Þó er leitazt við að haga náminu i samræmi við
íslenzka staðháttu, eftir þvi sem við verður komið. Hér á landi eru
engar járnbrautir og verður því kennsla í þeirri námsgrein mjög lítil.
Hins vegar er notkun járnbentrar steypu almennari hér en annars
staðar, og ber því að keppa að því að gera kennslu þar fjölbreytta.
Þá má og nauðsynlegt teljast að veita nemendum nokkra fræðslu um
hitaveitur og virkjun fallvatna sérstaklega, þegar kostur verður nægra
kennslukrafta.
Eins og við fyrra hluta fer kennsla fram með fyrirlestrum, yfir-
heyrslum, þar sem efni þykir til þess henta, æfingum og lausnum
verklegra viðfangsefna, með leiðsögn kennarans.