Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Síða 106
104
A. Aðalnámsgreinar:
1. BurðarþolsfræSi.
Verkleg viðfangsefni:
2. — Járnbent steypa.
3. — Mannvirki úr járni.
4. — Hafnarmannvirki, grundun mannvirkja o. fl.
5. -—■ Vatnsorkuver.
6. — Veituverkfræði.
fí. Aukanámsgreinar:
7. — Vega- og gatnagerð.
8. Efnisfræði.
9. Véla- og framleiðslutækni.
10. Rafmagnstækni.
11. Aætlanir og skipulagning framkv. Verklegt viðfangsefni.
Síðara hluta próf nær einnig til lausnar verklegs viðfangsefnis
(prójekt), er nemandi getur valið meðal kennslugreina 2 til 6.
í framangreindum fögum nær kennsla í aðalatriðum til þess efnis,
er nú skal greina:
1. fíurðarþalsfræði. Undirstöðuatriði grafiskrar jafnvægisfræði og
elasticitetsfræði. Átak á beinar stangir eða bita. Svignun bita. Styrk-
leiki og elasticitet efnanna. Samsett átak á beina bita og stoðir. Skifur,
plötur, veggir, stálgeymar o. fl.
Fræði um steypta bita og grindarbita. Notkun vinnulikingarinnar
til ákvörðunar á spennum og formbreytingum, svo og til lausnar
statisk óákveðinna viðfangsefna. Spennuelasticitetslikingar; kenning
Maxwells; formbreytinga elasticitetslíkingar. Hagnýting formbreyt-
inga til lausnar statisk óákveðinna viðfangsefna o. fl.
Hagnýting framantaldra kenninga til úrlausnar viðfangsefna á
sviði hinna algengustu burðarhluta, svo sem gerberbita, þríliða boga,
samhangandi bita yfir tvö eða fleiri höf, tviliða boga, innspennts
ramma, hringmyndaðs þversniðs, hengibrúa o. fl.
Áætla má kennslustundafjölda til fyrirlestra, yfirheyrslu og æf-
inga um 230.
2. Járnbent steypa. Eðli og eiginleikar steypunnar, gerð hennar og
gæði. Gerð helztu burðarhluta, svo sem plötu, stoðar, bita, boga o. fl.,
ásamt ákvörðun spennu i öllum algengustu þversniðum.
Lýsing á gerð hinna helztu mannvirkja úr járnbentri steypu frá
fræðilegU sjónarmiði, svo sem:
a. Bita- og bogabrýr.
b. Húsagerð, sérstaklega stórhýsi, iðnaðarbyggingar og orkuver.
c. Stíflur úr járnbentri steypu.