Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Side 112
110
láta nemanda hafa fleiri en tvö verkefni meS höndum í einu i sömu
námsgrein.
Síðara hluta prófi er skipt í tvennt, miðpróf, sem að jafnaði fer
fram í janúarmánuði þriðja misseris, og aðalpróf, er fer fram í
desember og janúarmánuði 5. misseris
Innritunarréttur til miðprófs er bundinn jjvi skilyrði, að stúdent-
inn hafi skilað eigi síðar en 19. des. á þriðja misseri eftirtöldum
viðfangsefnum: öllum verkefnum i vega- og gatnagerð, svo og veitu-
verkfræði ásamt verkefnum 1—3 i mannvirkjum úr stáli, verkefnum
1 og 2 i járnbentri steypu og verkefnum 1—3 í hafnarmannvirkjum.
Öðrum verklegum viðfangsefnum skal síðan skilað i síðasta lagi 7. maí
á 4. misseri og öðlast þá nemandi rétt til prófverkefnis, er látið verður
honum í té þ. 8. maí. Lausn þess skilar hann í siðasta lagi 1. nóvem-
ber sama ár og getur þá sagt sig til aðalnámsgreinaprófs.
Nú fylgir stúdent eigi námstilhögun þeirri, sem hér er gert ráð
fyrir, og skal hann þá skila tilsettum verkefnum með sama fyrir-
vara til prófs og hér er fyrir mælt. Taki hann miðprófið síðar en
aðalprófið, skal hann þó hafa skilað öllum verklegum viðfangsefn-
um fyrir aðalprófið.
Próf fer fram bæði munnlega og skriflega og með lausn próf-
verkefnis sem fyrr getur. Einnig eru gefnar einkunnir fyrir þau
verkleg viðfangsefni, sem fyrr eru talin.
Fjöldi einkunna er sem hér segir:
Námsgreia Miðpróf: Skrifl. Munnl. Verkleg viðfangs- efni Gink. samtals
Veituverkfræði í y2 iy2
Vega- og gatnagerð % y2 í
Efnisfræði í í
Véla- og framleiðslutækni .... í í
Rafmagnstækni í í
Affalpróf:
Burðarþolsfræði 1 i 2
Mannvirki úr járni í 1
Járnbent steypa 1 i f 1/2 1 y2 í 3
Hafnarmannvirki, grundun ! j 1 % 1 3
mannvirkja o. fl Vatnsorkuver 1 11/a í y2 iy2
Áætlun og skipul. framkv y2 y2 í
Prófverkefni 2 2
Samtals
19