Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 13
Kaflar úr ræðum rektors Háskóla íslands 11 bandi er rétt að minna á að því er haldið fram að traust undirstöðumenntun gefi góða raun í þjóðfélagi þar sem oft þarf að skipta um starf á lífsleiðinni. Engum vafa er undirorpið að ein megin- forsenda efnahagslegra framfara er sérhæf- ing og verkaskipting milli manna og þjóða. En því hefur hins vegar verið haldið fram. að sérhæfingin væri tii óþurftar, þar sem hún hefði í för með sér atvinnuleysi og launamisrétti. Mönnum hefur dottið í hug í alvöru að draga úr sérhæfingunni, t.d. með því að láta alla læra það sama fyrstu árin í háskóla. Ekki er að efa að þessi ráðstöfun myndi stuðla að tekjujöfnun, en ætli okkur yrði um sel þegar við þyrftum að leita til læknis? Og hvaða efni skyldi verða til sýnis í þættinum Nýjasta tækni og vísindi? Öðrum hefur flogið í hug að auka mætti jafnrétti með því að leggja sérstakt gjald á þá sem hljóta miklar gáfur í vöggugjöf. Við nánari umhugsun hefur niðurstaðan orðið sú að erfitt yrði að innheimta slíkan skatt því að þolendur gætu flutt til annarra landa og látið ljós sitt skína þar eða þá dulið hæfi- leika sína heima. Ég ætla ekki að lýsa þeirri undirmálsþjóð, sem eftiryrði. Vitaskuld velja sumir sér starf eftir vænt- anlegum tekjum í framtíðinni. En því fer fjarri að tekjuvonin sé alls ráðandi. Þetta gildir áreiðanlega um ykkur sem nú ljúkið prófi og kennara ykkar. Heillandi viðfangs- efni er oft aðalatriðið. Ég minni á þetta ekki síst vegna þess að margir starfsmenn Há- skóla íslands gætu haft hærri tekjur í öðrum störfum hérlendis eða erlendis. Það sem heillar er þekkingarleitin, áhugaverð verk- efni, frelsi til þess að velja þau og aðstaða til að geta sinnt þeim. Þegar talað er um nám og tekjur dettur mér tónlistin í hug. Er ekki eins um há- skólanám og hljóðfæraleik, að tæknin er nauðsynlegt en ekki nægilegt skilyrði snill- innar? Og alkunna er að tekjur hljóðfæra- leikara fara ekki alltaf eftir kunnáttu. í tónlist sem annars staðar skiptir ein- beitingin miklu máli — að ógleymdum hæfileikunum. Hið sama gildir jafnt um tennisleikara og rithöfund sem uppfinn- ingamann. Enginn verður óbarinn biskup. Hvert er ég að fara? Jú, ég er að undir- strika að ykkar hefur verið völin og kvölin. Valinu fylgir ábyrgð á því hvemig til tekst í lífinu. Ég hef iðulega brotið heilann um það á undanfömum árum hvað valdi þeirri gagn- rýni á langskólamenntun sem ósjaldan heyrist. Oft er útásetningartónninn tiltölu- lega vinsamlegur, eins og þegar háskólans mönnum er fundinn staður I fílabeinsturni eða þeir sagðir úr tengslum við atvinnulífið. En mönnum liggur oft hærra rómur þegar verið er að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði eða þegar barist er um hylli hins almenna kjósanda. Vitaskuld má margt betur fara í háskólanum, en úr- bætur dragast ekki alltaf vegna skorts á hugmyndaflugi heldur vegna fjárskorts eða manneklu. Snuprur út í menntun eru ekki hvað síst ráðgáta vegna þess, að löngum hefur fróð- leiksfýsn og mikil sjálfsmenntun einkennt íslendinga. Það þykist ég hafa séð eða heyrt að Vestur-íslendingarhafi þótt leggja meira kappá þaðen önnur þjóðabrot vestur þarað koma bömum sínum til náms. Ástæður gagnrýninnar eru eflaust marg- ar. En skyldi verðbólgan ekki vera ein þeirra? Þeirri getgátu er hér með varpað fram. Er ekki líklegt að yfirspenntur vinnu- markaður verði til þess að slakað sé á kröf- unni um ástundun og kunnáttu? Um þetta má taka sem dæmi námskeið eitt fyrir stjórnendur vinnuvéla. Átti það að tryggja þeim er námskeiðið sóttu 10% kauphækkun. En viti menn, vinnuveitendur buðu véla- mönnunum \0% kauphækkun fyrir að fara ekki á námskeiðið! Er ekki líka arðvænlegra að byggja yfir sig en byggja sig upp? Einnig er hætt við því að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.