Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 34
80
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
altali orðið fyrir neðan liækkun byggingarkostnaðarins.
Síðan byggingarkostnaður fór að lækka hefir helclur ekki
orðið vart við mikla lækkun liúsaleigunnar, heldur mun
hún þvert á móti hafa haldið áfram að hækka og sýnir
það, að hún hefir eigi áður verið búin að ná byggingar-
kostnaðinum, því að til lengdar mundi hún ekki geta
haldist langt fyrir ofan liann, heldur hlyti að falla með
honum. Samkvæmt húsnæðisskýrslunum frá 1920 var með-
alleiga fyrir allar útleigðar ;3. herbergja íbúðir í bænum,
stórar og smáar, góðar og slæmar, með eldhúsi og án eld-
húss 73 kr. um mánuðinn. Er það hérumbil þreföld leiga
á við það, sem eg hef áætlað árið 1914, og hef eg reikn-
að með þeirri hækkun (200°/o). En samkvæmt áætlun
húsameistara ríkisins hefir byggingarkostnaðurinn þá ver-
ið orðinn 5-1'aldur (hækkaður um 400°/0). Er þá hælckun
húsaleigunnar lielmingi minni heldur en hækkun bygging-
arkostnaðarins. Með því að allar upplýsingar vantar um
þessi efni frá árunum 1914—20, þá hefi eg talið hækkun
húsaleigunnar í sama hlutfalli við hækkun byggingar-
kostnaðarins öll árin þ. e. helming af hækkun hans á
hverju ári. Síðan 1920, er byggingarkostnaður fór að falla,
hef eg gert ráð fyrir að húsaleigan hafi enn lialdið áfram
að hækka þar til hún hafi náð upp i sömu hæð sem bygg-
ingarkostnaðurinn árið 1922. Iívort svo er í raun og veru
er ekki gott að skera úr, en ef svo væri, þá mætti búast
við að húsaleigan á komandi árum mundi halda sig í ná-
munda við byggingarkostnaðinn. Af þessu sést, að hækk-
un húsaleiguliðsins er bygð á meiri ágiskun heldur en
hækkun hinna liðanna.
Útgjöldin til skatta er tiltölulega auðvelt að reikna,
því að þau eru fastákveðin með lögum, nema útsvarið,
sem jafnað er niður með breytilegri upphæð árlega. Eg
hef fengið áætlun frá niðurjöfnunarnefndarmönnum um
það, hvað útsvarið á álíka fjölskyldu og hér er gert ráð
fyrir mundi hafa verið hátt á liverju ári miðað við þær
tekjur, sem þurft hefir til þess að geta greitt alla útgjalda-
upphæðina á því ári. Tekjuskatturinn hefir einnig verið