Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 54
100
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
veitir feðruðum, óskilgetnum börnum erfðarétt eftir föð-
ur og föðurfrændur, og þeim eftir barnið. En þar í lá
aðalmunurinn milli skilgetinna og óskilgetinna barna.
Lögin nr. 57, frá 1921, hnekkja ekki hinni gömlu lík-
indaályktun um skilgetnað hjánabandsbarns: pater est
«iuem nuptiae demonstrant, en þau innleiða nýmæli um
rétt til vefengingar á faðerninu. það getur ekki komið
til mála, að hverjum sem vill sé veittur réttur til vefeng-
ingar. Mundi það geta komið til leiðar ýmsum óþægind-
um, og síst verða til styrktar góðri sambúð milli hjóna,
eða heimilisfriðnum. Samkvæmt 2. gr. 1. nr. 57, 1921, er
einungis eiginmanni, barninu sjálfu, eða — að eigin-
manni látnum — þeim, sem gengur jafnhliða eða næst
barninu að erfðum eftir hann, veittur réttur til vefeng-
ingar; öðrum ekki. Úrskurðarvald um ágreining út af
faðerni hjónabandsbarns, heyrir undir dómstólana.
pá verður nánar vikið að skyldum foreldra gagnvart
skilgetnum bömum þeirra, og verður þá fyrst fyrir
skylda sú, sem er langsamlega þyngst á metaskálinni, en
það er framfærsluskyldan.
Framfærsluskyldan hefir ætíð verið einhver þýðing-
armesta skyldan, sem hvílir á ættinni gagnvart meðlim-
um hennar. Hún á að stemma stigu fyrir því, að mpnn
komist á vonarvöl, ef þeir eiga ættingja á lífi, sem geta
framfært þá.
Foreldrum hefir ætíð verið skylt að framfæra skil-
getin börn sín, og á lýðveldistímabilinu gekk skylda þessi
svo langt, að foreldrar áttu að ganga í skuld fyrir börn-
in, þ. e. þau áttu að vinna hjá þeim, er hafði börnin til
framfærslu. Hafði það ýmsan réttindamissi í för með
sér. Að lögum hefir skylda þessi meir verið kvöð á for-
eldrum gagnvart því opinbera, en gagnvart barninu
sjálfu. Óbeinlínis er það vitaskuld réttur barns, sem þar
kemur fram, en Jöggjafinn mun þó meir hafa haft í hyggju
hagsmuni sveitanna og heildarinnar, að koma í veg fyrir
að barnið yrði sveitinni að byrði. þannig er það ákveð-