Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 59
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
105
þá komum vér að r é 11 i n d u m f o r e 1 d r a og
skyldum barna. Verður þá fyrst fyrir það vald, sem for-
eldrum er heimilað yfir börnunum, og er það í lögum
nefnt foreldravald.
Frá öndverðu hefir foreldrum verið heimilað þetta
vald, sem fyrst og fremst er í því fólgið, að þau geta ráð-
ið dvalarstað barnanna. Foreldrarnir geta haft börnin
hjá sér eða komið þeim fyrir annarstaðar, og færist þá
foreldravaldið að nokkru leyti yfir til þess, sem tekur
barnið.
Á lýðveldistímabilinu vai' foreldravaldið miklu víð-
tækara en nú á dögum, og var þá eingöngu í höndum föð-
ur. Móðir réði þar engu. þó mátti móðir, ef hún var
ekkja, fatsna dóttur sína. En einmitt á þessu sviði náði
foreldravaldið lengst. Faðir gat þröngvað dóttur til hjú-
skapar, án þess að hennar vilji réði þar nokkru. þetta
stafar eflaust af því ríka ættarsambandi, sem var í fom-
öid. Með þessu móti gat ættin komið í veg fyrir, að nokk-
ur kæmi í ættina, sem henni var enginn sómi eða styrk-
ur að. Eftir kristni, þegar kirkjan lét þessi mál til sín
taka, varð á þessu breyting, og samþykki stúlkunnar þá
alt af krafist.
Annars gat þetta foreldravald í fornöld náð svo langt,
að það mátti bera börn út, og stóðu þau lög óhögguð
fram yfir kristnitökuna. En barnaútburður mun aldrei
hafa tíðkast mikið hér á landi, og nokkru eftir kristni
var útburður bannaðui'.
Foreldrar höfðu hirtingarvald yfir börnum sínum í
fornöld, en máttu ekki örkumia þau. þetta hii*tingarvald
hafa foreldrar enn, samkv. gamalli tilskipun frá 3. júní
1746, um húsaga.
Foreldravaldið er hjá báðum l'oreldrum saman, séu þau
samvistum, 20. gr. 1. 57, 1921, sbr. 3. gr. 1. nr. 60,
14. maí 1917, um lögræði. Séu foreldri skilin, — án þess
að hafa fengið skilnaðarleyfi, — hefir hvort foreldri for-
eldravald yfir þeim börnum, sem á vegum þess eru. Hafi
þau fengið leyfi til skilnaðar, er gjörð ráðstöfun um for-