Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 53
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
99
2. sem voru f æ d d í hjónabandi, en getin utan hjóna-
bands — áður en hjónabandið var stofnað.
3. sem voru getin og fædd utan hjónabands, ef
foreldrarnir áttust einhverntíma í lífstíð barnanna, N. L.
5—2—32, og
4. sem voru skilgerð (Iegitimeruð), þai' á meðal
þau böm, er faðir lýsti sín börn á þingi, N. L. 5—2—71.
Öll önnur börn voru óskilgetin.
Samkvæmt 1. gr. laga nr. 57, 27. júní 1921, eru þau
börn nú talin skilgetin að lögum:
1. sem eru getin í hjónabandi, enda þótt þau fæð-
ist utan hjónabands — fæðist eftir að hjónabandinu er
slitið, og
2. þau sem f æ ð a s t í hjónabandinu — þótt getin
séu áður en hjónabandið er stofnað. — það skiftir ekki
lengur máli fyrir barnið, þótt hjónabandið verði síð-
ar dæmt ógilt, vegna ógildingarástæðna. Barnið missir ekki
rétt skilgetinna bama fyrir það, sbr. 9. gi'. 1. nr. 57, 1921.
1. gr. 1. nr. 57, 1921 nær ekki til þeirra barna, sem
foreldrar hafa átt áður en þau giftust. En 8. gr. s. 1.
setur þau á bekk með skilgetnum börnum. Hún gerir þau
„skilgetin“ með skilgerðinni — hjúskap foreldranna, sbr.
37. gr. 1. nr. 46, 27. júní 1921, um afstöðu foreldra til óskil-
getinna bama. Sama gildir um önnur börn, sem skilgerð
eru eftir fyrirmælum 38. gr. síðarnefndra laga, þ. e. þau
börn, sem stjórnarráðið, eftir beiðni barnsföður, úrskurð-
ar að skuli öðlast rétt gagnvart föður og föðurfrændum,
og þeir gagnvart því, sem skilgetin væru. þessi verknað-
ur — eftirfarandi hjónaband foreldranna eða úrskurður
stjórnarráðsins — veitir barninu öll þau sömu réttindi
sem skilgetið bam hefir, að undanskildum forráðarétti
yfir barni, sem skilgert er samkv. 38. gr., því þar get-
ur móðir varnað því, að faðir öðlist forráðarétt yfir bam-
inu, meðan hennar nýtur. þinglýst börn em ekki lengur
talin með skilgerðum börnum, því 39. gr. 1. nr. 46, 1921,
setur þau á bekk með feðruðum, óskilgetnum börnum.
En munurinn verður aldrei vemlegur, því að 36. gr. s. 1.
7*