Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 22
68
Tímarit lögfreeðinga og hagfræðinga
að vita hve mikið heildsöluverðið á allskonar vörum hefir
breyst, heldur en að fá að vita, hvað verðlagið liefir breyst
á þeim vörum, sem menn þurfa að kaupa til heimilis síns,
og menn því geti séð, hve mikið tekjurnar þurfi að vaxa
við hækkandi verðlag, til þess að menn geti lifað jafngóðu
lífi eftir sem áður. En innkaup til heimilisþarfa gera menn
nú venjulega í smáum stíl, að minsta kosti í bæjunum.
En þótt smásöluverðið auðvitað lagi sig eftir heildsölu-
verðinu, þá fylgir það samt ekki nákvæmlega breytingum
þess. Heildsöluverðið hvikar meira til, en smásöluverðið
er fastara og verðbreytingarnar ná seinna til þess. Þótt
heildsöluverð hafi náð hámarki og sé farið að lækka, þá
líður venjulega nolckur tími, þar til sú lækkun fer að koma
í ljós í smásölúverðinu, og alllangur tírni getur liðið þar
til hennar gætir þar til fulls.1) Það er því enn meiri á-
stæða til þess að aðgæta breytingarnar á smásöluverðinu,
þar sem þær koma meira beinlínis við allan almenning,
og einkum hefir þess gerst þörf eftir að heimsstyrjöldin
hófst vegna þeirra byltinga, sem orðið hafa á verðlaginu
síðan. En að mæla breytingarnar á smásöluverðinu er enn
meiri vandkvæðum bundið heldur en að mæla breytingar
heildsöluverðsins. Heimilisþarfirnar eru svo mismunandi og
neyslan breytist eigi aðeins el'tir tekjuhæð og fjölskyldustærð,
heldur líka eftir mismunandi smekk og eftir störfum manna
og stétt í þjóðfélaginu. Vörur þær, sem valdar eru, til þess
að sýna verðbreytingarnar geta því ómögulega átt jafnvel
við alla, en ef valdar eru allmargar vörur, sem alment
eru notaðar, þá má samt búast við, að verðhækkun þeirra
geti gefið nokkra liugmynd um, hversu dýrara sé orðið
að lifa fyrir almenning.
Pyrir stríðið var að vísu í nokkrum löndum safnað
skýrslum um smásöluverð á algengustu neysluvörum (t. d. í
*) Frá október 1920 til janúar 1922 féll t. d. liéildsöluverð i
Danmörku úr 398 niður i 178 eða um 55%, en um svipað leyti (júli
1920 til janúar 1922) féll smásöluverðið úr 262 niður i 212 eða að-
eins um 19°/0