Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 51
Afstaða foreldra til skilgetinna
barna.
pað samband, sem myndast milli einstaklinganna í
þjóðfélaginu fyrir það, að einn einstaklingur er í frænd-
semi við annan, hefir ætíð verið undirstaða margskonar
réttinda og skyldna, og því nánari sem frændsemin er, því
meir gætir þessara réttinda og skyldna. þessa ættarsam-
bands, ef svo mætti nefna, gætti miklu meir og var miklu
víðtækara í fornöld, heldur en nú á dögum. Stafar það
eflaust af því, að þá var ekkert allsherjar-ríkisvald til.
Ættin myndaði þá einskonar ríki út af fyrir sig í þjóð-
félaginu. Hún hélt strangan útvörð til þess að verja ætt-
ina fyrir óvinum. Kunnum vér mörg dæmi úr fomsög-
um vorum, þar sem mála- og vígaferli stóðu árum saman
til hefnda einhvers úr ættinni, og þótti það lítt sæmandi
uð láta óhefnt mótgjörða, er ættingja voru sýndar.
þar sem góð skipun er komin á ríkisvaldið, gætir ætt-
arsambandsins minna. En alla tíð hefir mest gætt þess
ættarsambands, isem hér verður gert að umtalsefni, og
þess mun ávalt gæta, meðan nokkurt ættarsamband er
viðurkent, þ. e. sambandsins milli foreldra og barna. par
hefir aítur á móti verið mikill munur á, hvort ættarsam-
bandið stafar frá hjónabands eða utan hjónabands sam-
förum, — hvort um skilgetin eða óskilgetin börn var að
ræða. Hér verður leitast við að skýra ættarsamband, sem
stafar frá hjónabandi. Verður í fám orðum reynt að lýsa
því, hvernig því er varið að vorum lögum, og til saman-
burðar þá um leið, istuttlega getið, hvernig því var hátt-
að áður hér á landi. — það réttarsamband, sem verður
til milli foreldra og skilgetinna barna þeirra, er sumpart
fólgið í réttindum barns og þá skyldum for-
7