Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 44
90
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
til þess, að ekki sé alveg fráleitt að notast við matvöru-
útgjöidin ein til þess að sýna dýrtíðina, ef ekki eru fyrir
liendi ábyggilegar upplýsingar um alla útgjaldaliði, þar
sem munurinn er þó ekki meiri hér þrátt fyrir miklar
sveiflur í öðrum útgjaldaliðum út frá meðaltalinu. Árið
1920, er útgjöldin komust á hæsta stig, voru þau hérum-
bil 4'/2-föld á við það sem var fyrir stríðið (446 á móti
100), en síðan hafa þau lækkað svo, að síðastliðið haust
hafa þau verið tæplega þreföld (291 á móti 100).
Skýrslur þessar ná aðeins til Reykjavíkur og er því
alls eigi víst, að þær hafi fult gildi fyrir landið í heild
sinni. Væri æskilegt að geta reiknað út verðhækkunina á
víðari grundvelli t. d. fyrir alla kaupstaðina. Iíefir hag-
stofan þegar nokkurt efni í það, en þó ekki gallalaust og
aðeins viðvíkjandi matvörum og eldsneyti.
Ef vér viljum vita, hvort verðhækkunin hér hafi ver-
ið mikil eða lítil í samanburði við það sem hún hefir ver-
ið í öðrum löndum, þá má fá nokkra hugmynd um það
4. tafla. Hækkun smásöluverðs í nokkrum löndum 1914—1922.
ís- land Dan- mörk Nor- egur Svi- þjóð Bret- land Banda ríkin Frakk- land ítal- ía Finn- land Þýska- land
Júli 1914 100 100 100 100 100 100 100 100 100 100
1915 123 116 117 125 105 99
1916 155 136 146 139 148 118 116
- 1917 248 155 190 166 180 142 146
1918 333 182 253 219 203 174 197
1919 348 211 275 257 208 177 238 205
- 1820 446 262 302 270 255 217 341 313 931 935
- 1921 331 237 302 236 222 180 307 387 1214 1124
1922 291 199 255 190 181 167 302 429 1142 4990
Sept. 1922 249 190 166 289
Okt. 1922 291 190 180 437 1178 22.066
af 4. töflu, þar sem sýnt er með vísitölum liversu mikil
verðhækkunin hefir verið í júlímánuði ár hvert í nokkr-
um löndum. Tölurnar eru teknar úr International Labour
Review, sem gefin er út af The International Labour Office,
sem stendur í sambandi við Þjóðabandalagið í Genéve.