Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 6
I. Þorskrannsóknir.
Þorskrannsóknum hefir verið haldið áfram eftir þeirri stefnu,
sem efnt var til síðastliðið ár, 1931. — Söfnun á gögnum
til rannsóknanna hefir gengið öllu betur en 1931, eins og tafla
sú (1). sem hér fer á eftir, ber með sér. Rannsakaðar hafa
verið kvarnir úr rúmlega hálfu sjötta þúsundi af fiski. Margar
af kvarnaprufunum hafa verið hafðar nokkuð stórar (um 200),
og var það gert til þess að reyna að komast fyrir um, hve mikið
af hverjum árgangi hrygndi á árinu. Nákvæmar rannsóknir á því
atriði hafa þó því miður að nokkru leyti farist fyrir, vegna þess
að gögnin hafa ekki altaf verið allskostar áreiðanleg í þvi efni.
Tafla 1. Gögn til þorskrannsókna, safnað 1932. Fjöldi
rannsakaðra þorska, eftir stöðum.
St. Staður Kvarnað Kynjað Mælt Samtals (1931)
1. Hornafjörður 411 308 2015 2734 1675
2. Vestmannaeyjar 868 3329 2298 6495 3384
3. Kefiavik 950 2500 2000 5450 1709
4. Bolungavík 465 1624 1025 3114 2449
5. Siglufjörður 895 2391 — 3286 3710
6. Norðfjörður 905 2742 2774 6421 836
7. Grindavík 200 — 994 1194 920
8. Reykjavík 98 796 — 894 —
9. Skallagrímur 256 — 1823 2079 11160
10. Þór 460 307 2130 2897
Samt. 5508 13997 15059 34564 15843
Auk þeirra þorska, sem mældir hafa verið, og kvarnir teknar
úr, hefir verið mælt og ákvarðað kyn á nærri 14 þús. þorskum,
svo séð yrði fjölda-hlutfall og stærðar-mismunur á hængum og
hrygnum. Loks hafa verið mæld rúm 15 þús. af þorski, til þess að
sem bezt yrði komist fyrir um meðalstærð á ýmsum tímum og
stöðum, og betri dómur yrði lagður á samsetningu aflans (skipt-
ingu hans í árganga).