Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 52
50
og ilt að eiga við hana, einkum var það frágangssök að taka>
kvarnir úr henni. Sýnishornið, sem ég fékk, hafði veiðzt á Eskifirðí.
síðast í júlí, síldarnar, sem rannsakaðar urðu, voru 393 að tölu..
Eins og venja er til, var síld þessi jafnaðarlega miklu smærri en
síld sú, sem veiðist við Norðurland, en þó er þess að geta, að'
síldin, sem mér var send, hefur að öllum líkindum verið af smærrii
endanum. Meðallengdin var 27.74 cm, og sé síldinni skift niður íi
2 cm stærðarflokka, verður útkoman þessi:
Lengd: Fjöldi: °/o
33—34 12 3.0
31—32 12 3.0
29—30 83 21.1
27—28 126 32.1
25—26 130 33.2
23—24 28 7.1
21—22 2 0.5
Samtals: 393 100.0
Því miður voru ekki tök á því að ákvarða aldur á þessarí
síld, en um hana get ég þó sagt, að engin hennar var með þroskuð
kynfæri, og ekkert af henni leit út fyrir að hafa hryngt á árinu.
Haft hef ég þó fregnir af því, að sild hafi hrygnt fyrir austan, og
skal alls ekki borið á móti því, að svo hafi verið. Því miður he£
ég ekki getað náð í neytt af þeirri síld.
Seinna i haust kom síldarsending til mín að austan, en því
miður stóð svo á, að ég var erlendis þegar sendingin kom, og
fékk ég því ekki að vita hvar eða hvenær hún veiddist, þær upp-
lýsingar hafa farist fyrir af einhverjum óhöppum. Sú síld var dálitið
stærri en síldin, sem veiddist síðastliðið sumar, meðallengdin var
um 28.40 cm. Megnið af henni var 25—30 cm á lengd (yfir 70'7o).
c. Norðurland. Taflan, sem hér fer á eftir, sýnir hve mikið
af sild hefur verið mælt við Norðurland sumarið 1932, bæði eftir
stað og tíma. Mánuðunum er hér, sem víða annars staðar við
rannsóknirnar, skipt í tíu daga bil, og þýðir því júlí 3 síðasta þriðja
hlutann af júlí, ágúst 1 fyrsta þriðja hlutann af ágúst, o. s. frv.
Samtals hefur verið mælt 5581 síld, á tímabilinu frá 20. júlí til
10. september.