Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 20
18
Eftir töflunni, sem hér var birt, dylst engum, að allmiklum
sveiflum hefir aflamagnið í Vestmannaeyjum verið undir orpið á
síðastliðinni vertíð. Fyrst á vertíðinni veiddust að meðaltali 157
fiskar á 1000 öngla, en úr því fór aflinn vaxandi, og náði þrisvar
sinnum á vertíðinni hámarki, nefnilega síðast í marz, síðast í apríl
og rétt undir lokin.
Sé spurt um af hverju aflabreytingarnar hafi stafað, verður
svarið að gera grein fyrir því, hvaða árgangar hafi gengið af mið-
unum, og hvaða árgangar hafi komið í staðinn á meðan á vertíð-
inni stóð. I næstu töflu er gerð grein fyrir, hvernig aflamagnið
skiptist á milli árganganna, eða hve margir fiskar af hverjum
árgangi veiddust að meðaltali á 1000 öngla eða í 10 net á ýms-
um tímum.
Tafla 11. Aflamagn af þorski á ýmsum aldri við Vestmanna-
eyjar 1932, talið í fjölda fiska á 1000 öngla
eða í 10 net að meðaltali.
Aldur Lóð Lóð Lóð Lóð Net Net
18. Febr. 2. Marz 17. April 3. Maí 17. April 2. Mai
7. V. -r- 17 4 1 8 14 3
8. v. 23 47 23 14 31 13
9. v. 206 137 56 33 198 45
10. v. 67 98 57 50 249 105
11. v. + 41 8 5 20 99 61
Samtals 354 294 142 125 591 227
3. Grindavík.
a. Gögn. Dr. Bjarni Sæmundsson safnaði og lét safna fyrir
mig nokkrum gögnum í aprilmánuði, eða sem hér segir:
Tafla 12. Þorskur, Grindavik 7.-8. apr. 1932.
Kvarnað og mælt: 200
Mælt............994
Samtals 1194
a. Stærð. Fiskurinn var talsvert misjafn að stærð, eins og sjá
má af því yfirliti, sem hér fer á eftir. Sé stærðin borin saman við
stærðina á Vestmannaeyjafiskinum frá svipuðum tíma, kemur það