Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 6
2
BÚNAÐARRIT.
mannlegt að láta það ógert. Það ætti heldur ekki við
á þessum stað. Sú er trú mín, að Þjóðólfs-greinin með
öllu skopi sínu, rangfærslum og útúrsnúningum verði
gleymd fyrir æfalöngu, þegar fóðurjurtarannsókna þess-
ara verður minst og mikilsverðar taldar, sem fyrstu drög
til einnar hinnar markverðustu greinar íslenzkra búvísinda..
Fóðurjurtum þeim og beitijurtum, sem hér er sagt
frá, var safnað sumarið 1902. Yar vinur minn Ólafur
sál. Ðavíðsson mér hjálplegur með söfnunina, því eg varð
að fara á þing seinast í júlí, svo hann á ekki hvað
minstan þátt í þvi, að tegundirnar urðu svo margar, er
rannsakaðar voru í þetta sinn.
Sumarið 1902 var kalt hór á Norðurlandi. Vorið
afar-kalt. Jörð greri seint og var naumast Ijábær fyr en
síðari hluta júlímánaðar. Gróður allur var svo sein-
þroska, að örfáar jurtir voiu aldinbærar í lok júlímán-
aðar. Þó jurtum þeim, sem hér er skýrt frá, væri ekki
safnað fyr en í júlí og ágúst, þá voru þær ekki lengra
á veg komnar margar hverjar en venjulega í júní og
júlí. Eins og áður er á vikið í greinum mínum, verður
að telja jurtirnar beztar til fóðurs áður og um það ieyti,
sem þær eru fuliþroska. Eftir blómfailið fer þeim aftur
að þessu leyti. En mikils væri um vert að rannsaka
hverja tegund á sem flestum þroskastigum.
Efnarannsóknirnar eru gerðar eins og áður af pró-
fessor H. Söderbaum og höfum við1 ritað um þetta á
sama hátt og eg skýrði frá í fyrri skýrslu minni.
Hór er sagt frá 26 tegundum og er þeim skipað niður
eins og áður. 18 teg. hefur áður verið lýst, svo nú eru
þær orðnar samtals 44, sem rannsakaðar hafa verið efna-
fræðislega, þar af 8 teg. tvívegis.
1) Ste/án Stefánsson ocli //. G. Söderbaum: Islándska
Foder- och Botesváxter II. Meddelanden frán kungl. Landt-
bruks-Akademiens Experimentalfált No. 83. Stockholm 1904.