Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 7
BÚNAÐARRIT.
3
Það, sero hér er sagt, er að eíos útdráttur úr sænsku
rítgerðinni, en fáu slept, sem nokkurs er um vert.
A. Gtös.
1. Poa annua L.
Varpasveifgras (531).
Þó tegund þessi só mjög algeng hér á landi, þá
kveður fremur lítið að henni til búnota í samanburði
við grasategundir þær flestar, er áður voru nefndar. Er
það bæði vegna þess, að húu er smávaxin (3—36 sm.
á hæð), og venjulegast lítið af henni í stað. Hún vex
einkum á oftaddri jörð kringum bæi og peningshús, t. d.
í hlaðvörpum og kringum hauga vex hún oft í þéttum,
samfeldum græðum, eða þá innan um haugarfa eða
hlóðarfa og önnur illgresi. Þegar þetta, er slegið, er
heyið oft einu nafní nefnt slavak. llún er og algeng
sem illgresi í görðum. Ka.lbletti á túnum litar hún
stundum gulgræna, þegar kemur fram á sumarið, því
þar getur hún verið ein um hituna.
Gras þetta er gulgrænt að lit, einkum ofan til, með
safamiklum, linum stráum og þunnum, þverhrukkóttum
blöðurn. Skepnur bita það með áfergju, einkum kýr.
Það rýrnar mjög við þurkinn, og gætir þess því litið
í töðunni, þó töluvert sé af þvi.
Gras það, sem rannsakað var, var tekið við bæinn
á Möðruvölium 22. júlí og var í þann veginn að blómgast.
Efnin í því voru:
í grasinu þuru2 (vindþurkuðu) var:
Vatn ........................................ 14,33%
1) Bls.tal í „Elóru“, þar sem tegundinni er lýst.
2) í fyrri skýrslu minni tók eg fram, að grasið vœri vind-
purkað, d: þurkað við venjulegan lofthita, en ekki i upphituðu
lofti. Allir vita, hve gras þornar mismunandi fljótt og vel, og
eftir því fer vatnsmegnið i þurheyinu og er það 10—20°/o af
þyngd heysins og stundum meira, alt að 40°/o eftir því, hve