Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 9
BÚNAÐARRIT.
5
ef það gott til beitar, því framan af sumri er það lint
og safamikið og Ijúffengt öllum skepnum. Það er breyti-
iegt að vexti, 7-—50 sm. á hæð. Sama er um litinn
að segja. Stundum er punturinn ljósgrænn, en getur
líka verið bláleitur eða fjólublár. Biaðslíðrin hafa venju-
lega sama litblæ og punturinn.
Prófgresið1 var tekið 22. ágúst í graslægð hátt uppi
í Möðruvallafjalli. Yar grasið þar í þann veginn að af-
blómgast og aldinþroskunin að nokkru leyti byrjuð.
Efnahlutföllin voru:
í prófgresinu þuru eins og það kom fyrir var:
Vatn .......................................... 16,51°/o
í þurefninu:
Aska .............................. ........ 5,82—
Holdgjafasambönd ............................. 6,79—
Eterextrakt ................................ 2,09—
Seliulósa .................................... 22,55 —
, . I Pentósanar ... 20,90—
^ \ Onnur efm.... 41,85—
100,00—
Holdgjafamagnið a) í þurefninu og b) holdgjafaefnið
sjálft talið i hundraðsdeildum.
a b
Holdgjafi alls ....................... 1,086 100,0
Þar af í amidkendum efnum ............. 0,158 14,6
eggjahvítukendum efnum ................. 0,928 85,4
meltanlegt ............................. 0,911 83,9
Efnagreining þessi er í fullu samræmi að heita má
við efnagreining Nilsons á fjallasveifgrasi frá Dölunum í
Svíþjóð. Holdgjafaefnasamböndin eru nálega alveg jöfn
(6,79 á móti 6,81°/o). Aftur eru eggjahvítuefnin meiri í
ísl. grasinu og sama er um meltanleikann (83,9 á móti
76,9°/o) Gras þetta hefir ekki verið rannsakað áður af
1) Svo nefni eg fyrir stuttleika sakir gras það, sem prófað
var eða rannsakað (Pröve - ; sýnishorn)!