Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 12
8
BÚNAÐARRIT.
um áveituengjum er oft mikið af grasi þessu. Búnytja-
gildi þess er því allmikið. Stráin eru beinvaxin, stinn
og verða snemma þyrkingsleg og hálmkend, en blöðin
visna og er því áríðandi að slá gras þetta snemma.
Sníkjusveppur einn (Tilletia striiformis) ásækir það líka
og eyðir blöðunum, þegar líður á sumarið. Sveppgróin
líta út eins og svart dust; eyðir sveppurinn blaðholdinu
smátt og smátt, millibilin milli blaðtauganna fyllast í
þess stað af gródustinu og að lokum spríngur yflrhúð
hlaðanna og gróin vella út. Þegar blöðin eru orðin sjúk,
beygjast þau niður á við, verða mógrá á litinn og visna
ioks alveg. Stráin ná eigi að þroskast. Á stórum
svæðum sjást að eins stöku strá, þroskalítil og meira og
minna vansköpuð. Engjaspildur, sem eru fagurgrænar
framan af sumri, verða mógráar yflrlitum um miðjan
ágústmánuð, þar sem sýkin fer yfir.
Stráin eru frá 14—68 sm. á hæð. Grasið blómgast
venjulega i júní—júlí.
Prófgresið var tekið 21. ágúst á sandhólma í Hörgá
niður undan Möðruvöllum og var nálega tóm strá, því
blöðin voru að mestu leyti visnuð, en all-oftast er gras-
ið ekki slegið fyr, en svo er komið. Aldinin voru hálf-
þroskuð á grasi því, sem rannsakað var.
Efnahlutföllin voru:
í prófgresinu þuru
Vatn I þurefninu: ... 1 l,35°/o
Aska 5,80—-
Hold| jafasambönd 5,85---
Eterextrakt 1,56—
Sellulósa ... 28,91 -
Önnur holdgjafalaus efni | Pentósanar 26,73—
Önnur eíni... ... 31,15 —
100,00
Holdgjafamagnið a) í þurefninu og b) holdgjafaefn-
ið sjálft talið í hundraðsdeildum.