Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 13
BÚNAÐARRIT.
9
a b.
Holdgjafi . ... 0,936 100,0
þar af í amidkendum efnum 0,165 17,6
eggjahvítukendum efnum . ... 0,771 82,4
meltanlegt 0,774 82,7
Efnagreining þessi sýnir að holdgjafamagnið er ein-
kennilega lítið, iægra en í nokkru sænsku grasi, er þeir
Kellgren og Niison rannsökuðu. Eterextraktin (fita o. fl.)
er líka minni en í nokkru af grösum þeim, er vér höf-
um rannsakað, en kolvetnin, bæði sellulósa og pentósanar,
eru allmikil. Sjálfsagt er þetta að nokkru leyti fyrir þá
sök, að prófgresið var tekið svo seint, að blöðin voru fali-
in og stráin trénuð. En eins og bent var á hér að
framan, er hálmgresið venjulega á þessu þroskastigi þegar
það er slegið. Lítill vafi er á því, að efnahlutföllin hefðu
reynst nokkuð önnur, ef prófgresið hefði verið tekið fyr
að sumrinu, og þyrfti að gera það síðar.
í sænsku hálmgresi, sem tekið var 16. júlí 1890 í
Dölunum, var askan minni (3,56°/0), hoidgjafasamböndin
lík (6,21°/0), eterextraktin nálega eins (1,53%), en sellu-
lósan meiri (37,37°/o). Meltanieiki holdgjafans var aftur
á lægra stigi (75,0%) en í isl. hálmgresinu.
Síðslegið hálmgresi getur því naumast talist gott
fóðurgras.
Ö. Nardus stricta. L.
Finnungur (46).
Þessi einkennilega grastegund vex í þéttum, hörð-
um þúfum eða hnúskum og er algeng hér á landi, eink-
um norðanlands. Vex hún helzt í þurum eða lítið eitt
deigum lægðum og höllum til fjalla eða á útkjálkum og
er þar oft aðalgrasið. Á norðurskögum landsins vex
víða mikið af finnungi. Finnungsbreiður eru þar sum-
staðar aðalslægjurnar; þykir hann þar gott kindafóður, en
að sumrinu sneiða skepnur hjá honum. Snemmasumars
hefi eg þó séð hesta bíta hann með beztu iyst. Finn-