Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 16
12
BÚNAÐARRIT.
Holdgjafamagnið a) í þurefninu og b) holdgjafaefnið
sjálft talið í hundraðsdeildum:
a b
Holdgjafi ..................... ........ 1,510 100,0
þar af í amidkendum efnum ............ 0,206 13,6
eggjahvítukendum efnum................ 1,304 86,4
meltanlegt ........................... 1,215 80,5
Ilmreyr hefir oft verið rannsakaður1 efnafræðislega.
Allar þessar efnagreiningar hafa leitt til mjög likrar nið-
urstöðu og hór er frá skýrt um efnahlutföll hans. Eftir
þeim að dæma má óhætt telja hann dágott fóðurgias,
enda kemur það vel heim við aimenningsálitið hér á
Jnndi.
7. Phleum alpinum L.
FjaJlafoxgras (50).
Grastegund þessi er algeng hér á landi einkum til
fja.Ha og daJa, en er þó engan veginn fágæt á láglendi,
ekki sízt á Norðurlandi. Foxgras vex ætíð strjált, eitt
og eitt eintak á stangli eða í smátoppum, en aldrei í
stórum samfeldum græðum. Það vex nálega eingöngu
á grasgróinni jörð, í feitri, frjósamri mold og verður
stundum 52 sm. á hæð, en venjulega er það lægra.
Foxgrasið er mjög auðþekt á axpuntinum, sem er egglaga
eða sívalur, gildur, og á blaðsliðrunum, sem eru uppblás-
in. Blöðin eru breið og safamildl, ekki síst, á blaðsprot-
tmum. Skepnur eru mjög fíknar í foxgras í haga, en
það vex alstaðar svo strjált, að þess gætir ekki til neinna
muna í heyi, þó nokkuð sé af því í slægjulöndum.
I Ölpunum er foxgras í miklu áliti sem fóðurgras
og er heyjað2 þar að miklum mun, svo það hlýtur að
vaxa þar miklu þéttara en hér á landi.
1) Dietrick u. König Zusammensetzung und Yerdauliclikeit
der Futtermittel. — Berlin 1891. o. fl.
2) Dr. F. G. Stebler u. Dr. Schröter: Ilie Alpenfutter-
pflanzen. Bern 1889.