Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 21
BÚNAÐARRIT.
17
9 10
a b a b
í eggjahvítuk. efnum ... 2,062 96,1 1,522 91,9
meltanlegt............. 1,375 64,1 1,013 61,1
Nilson hefir áöur rannsakað þessa tegund og var
prófgresið tekið í Gellivara-Dundret í Lulelappmörk. Efna-
greining hans er yfirleitt í góðu sámræmi við þessa efna-
greining Söderbaums að því undanskildu, að meltanleiki
holdgjafans í sænska prófgresinu er miklu minni (að eins
43,0) og það þótt amidefnin væru talsvert meiri (10,8 á
móti 3,9 og 8,1) en í ísl. prófgresinu, Það er og eftir-
tektavert, að amidkendu efnin eru talsvert minni í yngra
prófgresiuu en því eldra og þroskaðra og er það gagn-
stætt því, sem venjulega á sér stað. Annars er munur-
inn á efnasamsetning prófgresanna fremur lítill og minni
en við mátti búast, þar sem þroskamunur var svo mikill
og langt á milli þess, er prófgresin voru tekin. Hold-
gjafamagnið og meltanleiki holdgjafans er, eins og vænta
mátti, meiri í því prófgresinu, sem fyr var tekið.
j). Jurtiv.
11. Achillea millefolium L.
Vallhumall (196).
Fáar plöntur eru í eins miklu áliti meðal almenn-
ings hér á landi og vallhumallinn. Hefir hann frá fornu
fari verið talinn meðal lífgrasa. Úr blöðunum voru gerð
græðandi smyrsl (vallhumalssamsuða) og af blómunum
þurkuðum og jafnvel plöntunni allri var drukkið seyði,
er talið var einkar holt og ýmsra meina bót. Hann er
og talinn ágæt fóður- og beit.ijurt, einkum handa mjólk-
uikúm; segja menn að mjólkin verði smjörmikil af vall-
humalstöðu. Vallhumall vex einkum á graslendi bæði
óræktuðu og ræktuðu, þar sem jarðvegurinn er heitur og
moldin feit. Á vel töddum túnum verður hann hár og
Þi'oskamikill með alt að 40 sm. löngum safamiklum
2