Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 23
BÚNAÐARRIT.
19
af L. F. Nilson, er mikið samræmi milli efnagreininga
þeirra eins og sjá má af þessum samanburði:
Way. Nilson.
Aska 9,00°/o 8,94%
Holdgjafasambönd 10,34 — 11,53—
Et.erextrakt 2,51 — 3,58—
Sellulósa 32,69— 32,07—
Holdgjafalaus efni ... 45,46— 43,88—
100,00 100,00
Aftur eru þær gagnólíkar þeirri niðurstöðu, sem við
höfum komist að. Mestur er munurinn á holdgjafasam-
böndum og sellulósa. í ísl. prófgresinu er tvöfalt meira
af holdgjafasamböndum en í því sænska, en sellulósan
aftur meira en helmingi minni. Eterextrakt og aska er
og talsvert meiri i ísl. en sænska prófgresinu. Aítur á
móti eru hlutföllin milli holdgjafaefnanna nokkuð lík, en
meltanleikastigið er þó hærra í ísl. prófgresinu. Hvort
mismunur sá hinn mikli á efnasamsetningu ísl. og sænska
vallhumalsins stafar af því, að plönturnar hafi verið áó-
líku þroskastigi þegar þær voru teknar verður ekki sagt
með vissu, þar sem upplýsingar vanta um það, hvað
sænska prófgresið snertir. En ekki er það líklegt, þar
sem prófgresin eru tekin sama mánaðardag, 21. júií.
Sennilegra er að mismunurinn stafi af ólíkum lífskjörum,
er plönturnar haía átt að sæta.
En hvernig sem þessu er varið, þá ber efnagreining
þessi órækan vott um ágæti vallhumalsins sem fóður-
jurtar.
12. Trifolium repens. L.
Hvítsmári (143).
Af belgjurtum, sem vaxa hór á landi, eru að eins
tvær tegundir, smári og umfeðmingur, sem nokkuð
kveður að sem fóður- eða beitijurtum. Hinar vaxa allar
svo strjált eða eru svo sjaldgæfar, að þeirra gætir ekki.
Smárinn er mjög algengur og vex viða í stórum breið-