Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 25
BIJNAÐARRIT.
21
Hvitsmárinn hefir oft verið rannsakaður efnafræðis-
lega. Eftir þeim rannsóknum að dæma er efnasamsetning
hans mjög breytileg og mismunandi. í 13 efnagreining-
um, sem gerðar voru fyrir 1891 og tilfærðar eru í hinu
unargnefnda verki Dietrich og Königs um samsetningu
og meltanleik fóðurtegundanna, eru steinefnin (askan)
frá 5,65 til 13,36 prósent, holdgjafasamböndin 9,06(!) til
27,31 prs., eterextrakt 2,34 til 6,35 prs., og sellulosa
20,88 tíl 34,22 prs. Efnagreining Nilson's1 á sænskum
hvítsmára, sem tekinn var 24. júní 1889, eru þessi sömu
efni 9,81, 15,93, 2,01 og 18,51 prs. af þureíninu. Ösku-
og holdgjaíamagnið í ísl. prófgresinu eru ekki langt frá
meðaltali í hinum fyrri efnagreiningum, eterextraktin er
aftur eins og þar, sem hún er allra minst og sellulósan
talsvert minni en í nokkurri hinni eldri eínagreiningu.
Nokkur munur er á hlutfallinu milli hoidgjafaefnanna í
efnagreiningu Söderbaum og Nilsons, amidkendu efnin eru
meiri (26,7 prs.), eggjahvítuefnin þá að sjálfsögðu minni
(73,3 prós.) í sænska smáranum en í þeim íslenzka, þó
munurinn sé ekki meiri en svo, að hann gæti auðveld-
lega stafað af því, að prófgresín eru tekin á mismunandi
tíma.
13. Vicia cracca L.
Umfeðmingsgras (140).
Ekki er tegund þessi jafn algeng hér á landi og smárinn
og ekki nándarnærri eins mikið af henni, þó vex allmikið
af umfeðmingsgrasí hér og hvar t. d. á þurum engjum
fram með ám, einkum í bökkunum á hálfþurum, forn-
um árfarvegum og sikjadrögum eða framan í grasbörð-
um og smáhöllum í gróðurmiklum fjallshlíðum. En ó-
víða er svo mikil gnótt af því, að þess gæti til muna í
heyjum, þar af leiðir að menn hafa veitt því litla eftir-
1) Undorsökning aí' svenska baljvaxter. K. Landtbr.
Akad.shandl. og Tidskr. 1893, bls. 333.