Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 27
BÚNAÐARRÍT.
23
mjög mikið. Ritthausen hefir að visu fundið hér um bil
jafnmikið af holdgjafasamböndum (23,64 og Bæssler tals-
vert meira (27,37) í prófgresi frá Vestfali, en í öllum
hinum efnagreiningunum eru holdgjafaefnin talsvert miklu
minni, frá 16 til 20 prós., og i prófgresinu norska, sem
Werenskiold rannsakaði, voru þau ekki nema 13,37 prós.
— Prófgresi þeirra Bæsslers og Ritthausens voru auk
þess tekin miklu fyr, Ritthausens 10. júní og var þá ó-
blómgað. Eftir þessu nálgast holdgjafamagn umfeðmings-
ins íslenzka hámarkið, en aftur er sellulósan minni í
honum en nokkru öðru prófgresi af þessari tegund frá
öðrum stöðum, sem áður hefir verið rannsakað. í um-
feðmingsgrasi frá Japan fann Kellner t. d. 34,58 prós.
sellulósa og er það tvöfalt mhira en í ísl. prófgresinu og
Nilson fann að meðaltali 27,82 prós. í 5 prófgresum, er
hann tók í nánd við Stokkhólm.
Einkennilegt má það teljast, að hlutfölliu miili amíd-
og eggjahvítuefnanna í t.veim prófgresum Nilsons, öðru
frá Sárna í Dölunum og hinu frá Notviken í Norður-
botnum er alveg liin sömu og í íslenzka prófgresinu
(17,4: 82,6 og 17,8: 82,2 en í því isl. 17,3: 82,7). í
prófgresinu frá Sárna var meltanleikastig holdgjafans 87,0
en aðeins 53,7 í prófgresinu frá Norðurbotnum. Nilson
leitast við að gera sér Ijóst hvernig standi á þessum
mikla mismun á þessa leið: „í norðlægum héruðum,
þar sem sólin hverfur varia af lofti allan fyrri hluta
sumars og gróðurinn því er meira bráðþroska en í suð-
lægum héruðum, þar er eðlilegt að eggjahvítuefnin í
belgjurtunum, sem eru blómbærar alt gróðurskeiðið,
breytist fljótar í ómeltanleg efni („núklein“)“. íslenzka
efnagreiningin styður ekki þessa ætlun Nilsons. Próf-
gresið ísl. var tekið jafn norðarlega og Norðurbotnapróf-
gresið og auk þess miklu seinna á sumrinu. Engu að
síður var holdgjafameltanleiki þess miklu meiri og nálega
eins mikill og prófgresis þess úr Dölunum, er Nilson
rannsakaði.