Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 28
24
BÚNAÐARRIT.
14. Rmiex acetosa L.
Túnsúra (77).
Tæplega er nokkurt tún á öllu íslandi með öllu
túnsúrulaust og víða er mikið a£ henni, einkum á Suð-
urlandi. Þar varpar hún sumstaðar rauðleitum blæ á
túnin álengdar séð. Hún er og algeng í úthaga. Snemma
á vorin skýtur upp súrublöðunum fagurrauðum og súr-
um á bragðið, en ekki blómgast súran fyr en í júní.
Á túnum verður að telja súruna meðal illgresa, þar sem
mikið vex af henni dregur hún úr töðufallinu og svo
hefir hey, sem mjög er súrublandið, ill áhrif á melting-
una, líklega vegna oxalsýrunnar í súrunni. En sé lítið
eitt af súru í heyinu má fremur telja það til bóta. —•
Túnsúran verður alt að 70 sm. á hæð, en venjulegast
er hún lægri. A Austíjörðum er hún nefnd blöndu-
strokkur. Vatn, er staðið hafði á súrum, var fyr
meir haft til drykkjar.
Prófgresið var tekið 21. júlí á Möðruvallatúni, og
var plantan þá alblómguð.
Eínahlutföllin voru :
I prófgresinu þuru:
Vatn .......................................... 11,79%,
I þurefninu :
Aska ........................
Holdgjafasambönd ...............
Eterextrakt ....................
Sellulósa ......................
Önnur holdgjafalaus efnasambönd
Pentósanar
Önnur efni
8,11—
17,61—
3,18—
16,03 —
11,68—
43,39—
100,00
Holdgjafamagnið a) í þurefninu, b) holdgjafaefnið
sjáift talið í hundraðsdeildum.
a b
Holdgjafi ............................ 2,817 100,0
þar af í amidkendum efnum .......... 0,541 19,2