Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 32
28
BÚNAÐARRIT.
nokkru minni og meltanleikastig holdgjafans ^>ví hærra.
Af því, sem nú heflr sagt verið, er það auðsætt, að veg-
arfinn, þótt illgresi sé, heflr ekki svo lítið fóðurgildi.
17. Galium verum L.
Gulmaðra (186).
Gulmaðra er algeng á túnum, einkum lítt ræktuð-
um. Vegna biómlitarins hafa menn veitt henni eftirtekt
og margir bæir eru við hana kendir. Einkum eru Möðru-
vellir nokkuð algengt bæjarnafn. Möðrublómin voru
fyrrum höfð til litunar. Var það fagur gulur litur, sem
úr þeim fékst, en úr rótarleginum var litað rautt. Björn
Halldórsson1 segir: „Sé möðrublómstur soðið i mjólk
þeirri, sem ostur skal afgörast, þá verður hann þaraf
meyrr og fagurgulur, menn segja og so, að mjólkin hlaupi
þá betur og osturinn verði stæni“. Og enn segir hann:
„Hvar maðran er mikil í beitarlandi, kvarta konur, at
mjólk viii strax hlaupa, og er það náttúrleg verkan
möðrunnar".
Maðran verður yfir 30 sm. á hæð. Hún rýjnar
minna við þurk en margar aðrar jurtir, og dregur húu
því ekki til muna úr heyfallinu. Hún byrjar að blómg-
ast, i júní og heldur því áfram iangt fram á sumar.
Prófgresið var tekið á Möðruvallatúni 21. júlí, þegar
blómgunin stóð sem hæst.
Efnagreiningin var á þessa leið.
I prófgresinu þuru:
Vatn .......................................... 10,27%
í þurefninu:
Aska ........................................... 9,21—
Holdgiafasambönd ........................... 13,72—
Eterextrakt .............................. 4,29—
Sehulósa ................................... 12,98—
Flyt ÍÖ,¥(Y
1) Björn Halldórsson: Grásnytjar. Kpmh. 1788, bls. 141—42.