Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 34
30
BÚNAÐARRIT.
bendir til þess, aö alþýða manna telji hana ekki mikils-
virði sem fóðurjurt, en Björn Halldórsson segir, „að hún
kallist svo, af því hún sé svo beisk, að peningur horist
eða jafnvel deyi útaf fyr en hann jeti hana“. Hér er þó
ofdjúpt tekið í árinni, því eg hefi séð kýr rífa han í sig
í tjörnum og síkjum. í Svíþjóð eru skiftar skoðanir á
fóðurgildi horblöðkunnar. Linné1 og Retzius2 3 4 segja báðir,
að skepnur éti horblöðku með góðri iyst. Kellgren og
Niison8 segjast hafa veitt því eftirtekt., að horblaðkan sé
ein af þeim beitijurtum, er skepnur séu einna sólgnastar
i, og segja, að hún hafi mikið fóðurgildi. Byggja þeir
það á efnagreiningum sínum. I Landtbrukets bok4 er
hún talin með illgresi, því „skepnur éti hana ekki“. —
Áður var það algengt að þurka jarðstönglana, sem kall-
aðir voru ýmsum nöfnum, álftakólfar; mýrakólfar eða
nautatágar; var seyði af þeim haft til drykkjar og þótti
holt við ýmsu. Björn Halldórsson segir, að þeir hafi
fyr meir verið „malaðir og eltir saman við mjöl af rúgi
eður öðru kornmeti" og hafðir til brauðgerðar i harð-
indum. I „Svensk Botanik"5 eftir Palmstruch er þess
getið, að mýrakólfur sé notaður á líkan hátt í Lapp-
möi ku hinni sænsku. — Horblaðka eða reiðíngsgras, sem
jurtin heitir öðru nafni, blómgast í júní og júlí.
Prófgresið var tekið 24. júlí í gömlum mógröfum
og var nýtekið að blómgast.
Efnahlutföilin voru:
í prófgresinu þuru:
"Vatn .......................................... 15,39°/o
I þurefninu:
1) Amænitates Academicæ.
2) A. J. Retzius: Plora oeconomica Sveciæ II, Lund 1806,.
bls. 456.
3) K. Landt.br. Akad.s handl. och tidskr. 1893, bls. 161.
4) Stockholm 1901 II. bls. 163.
5) Bd. I. Stockh. 1802, bis. 22.