Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 36
32
BÚNAÐARRIT.
stöðum og jurt sú, er þegar var frá skýrt, og oft innan
um hana. Hún vex þó ekki eingöngu í flóum og tjörnum,
heldur og í deigum mýrum. Hún nær þar þó aldrei
sama vexti og þroska eins og á votiendi. Á hálfþuru
mýrlendi blómgast hun lítið og blöðin ná ekki fullum
vexti. Blaðsprotarnir standa engu að síður svo þétt, að
þeir mynda nokkurn veginn samanhangandi undirgróður
milli starungs, mýrelftingar og annara mýrgresa. Engja-
rósin výrnar ekki mjög við þurkinn, og er því víða ekki
svo lítill hluti af heyinu úr mýrum og af deigu flæði-
engi engjarósarblöð. Eru þau sumstaðar nefnd þrifa-
blaðlca, enda er það skoðun margra, að þau geri heyið
hollara, einkum til kindafóðurs.
Engjarósin blómgast ekki fyr en kemur fram í júlí-
mánuð. Prófgresin voru tekin, annað (nr. 19) þ. 24.
júlí við Möðruvelli á vot.l^ndi og var nýtekið að blómg-
ast, en hitt (nr. 20) þ. 28. ágúst við Hof í Hörgárdal
í deigri mýri. Flest eintökin voru blómlaus, en á þeim
4áu, sem frjó voru, var aldinþroskunin í þann veginn
að byrja.
Efnahlutföllin voru:
í prófgresinu þuru: 19. 20.
Vatn 13,07 12,56°/«
í þurefninu:
Aska 6,95 5,86—
Holdgjafasambönd 12,57 11,83—
Eterextrakt. 2,26 2,89 —
Selluósa 17,47 13,54—
Önnur holdgjafalaus efni | Pentósanar 11,52 11,96—
Önnur efni 49,23 100,00 53,92 — 100,00
Holdgjafamagnið a) í þurefninu, b) holdgjafaeínið
sjálft, talið í hundraðsdeildum: