Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 37
BÚNAÐARRIT.
33
19 20
a b a b
Holdgjafi ... 2,012 100,0 1,893 100,0
þar af í amídefnum ... 0,072 3,6 0,151 8,0
eggjahvítuefnum ... 1,940 96,4 1,742 92,0
meltanlegt 1,512 75,1 1,378 72,8
Engjarós mun ekki hafa verið rannsökuð fyr efna-
fræðislega. Hún líkist mjög ættingja sínum Maríu-
stahknum (Alchemilla vulgaris) að samsetningunni til, en
hann er talinn góð fóðurjurt bæði í Svisslandi og Sví-
þjóð. Hér þykir það kostaland til beitar, þar sem mik-
ið er af Maríustakki. — Engjarósin virðist þó standa
honum að baki bæði hvað snertir holdgjafamagn og melt-
anleik holdgjafaefnanna. Eftirtektavert er það, hve
eggjahvítuefnin eru mikil í samanburði við amídefnin.
Lítill rnunur er á samsetningu prófgresanna þótt þau
væru tekin með mánaðar millibili og meira þó. Getur
það stafað af því, að síðtekna prófgresið var að mestu
leyti ófrjótt.
21. Oeum rivale L.
Fjalidalafífill (131).
Þessi snotra jurt „vex einkum til dala ihálfdeigum
gróðurmiklum hlíðalautum og gilhvömmum með myldnum
jarðvegi, sem vatn seitlar í gegnum". Fjalldalafifillinn
vex aldrei þétt saman heldur á stangli innanum aðrar
plöntur. Þar sem hann er ræktaður í görðum verður
hann hár og þroskamikill. Á slægjulöndum er litið af
honum, en skepnur bíta hann i haga. Blómin eru oft
tví-þrigegnvaxin (sbr. Flóru). Bikarblöðin verða þá lauf-
blaðkend og krónublaðatalan t.vöfaldast eða margfaldast.
— Venjulega er fjalldalafífillinn 20—30 sm. á hæð og
blómgast í júní—júlí.
Prófgresið var tekið í grasgróinni laut í Möðruvalla-
fjalli 22. ágúst. Aldinþroskunin var í byrjun.
Efnahlutföllin voru :
3