Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 42
38
BÚNAÐARRIT.
25. Salix glauca L.
Grávíðir (70).
Viðitegund þessi er talsvert notuð til fóðurs og beit-
ar, þó ekki komist hún í hálfkvisti við loðvíðinn að bú-
notagildi til. Grávíðir vex víða í deigum mýrum og
haglendi einkum til fjalla, og er sumstaðar sleginn með
öðru mýrgresi. Fé fellir sig ekki eins vel við gráviði
eins og loðvíði, því blöðin eru þyrkingslegri og sprotarnir
seigari. Á mýrlendi er grávíðirinn ávalt smávaxinn og
blómgást þar mjög sjaldan. Hann biómgast í mai og
er þá auðþektur á kvennreklunum með hvítloðnum fræ-
vum og hárauðum frænum.
Prófgresið var tekið 3. ágúst við Hraun i Fijótum
í mýri,' sem árlega er slegin.
Efnahlutföllin voru:
í piófgiesinu þuru:
Vatn ... 18,21°/«
í þurefninu: Aska ... ... 4,76 —
Holdgjafasambönd ... 15,01 —
Eterextrakt ... 2,97 —
Sellulósa ... 21,67—
önnur holdgjafalaus efni j Pentósanar 12,00
1 Önnur efni... ... 43,59—
Holdgjafamagnið a) í þurefninu, b) 100,00 holdgjafaefniö
sjálft talið i hundraðsdeildum: a 1)
Holdgjafi ... ... ... 2,401 100,0-
þar af i amídefnum 0,285 11,9
eggjahvítuefnum ... 2,116 88,1
meltanlegt 1,420 59,1
Eftir efnagreiningunni að dæma er næringargildi
gráviðisins töluvert minna en loðvíðisins, ekki eingöngu
fyrir þá sök, að holdgjafamagnið er minna, en einkum
og sérstaklega vegna þess, hve meltanleikastigið er lágt.