Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 43
BÚNAÐARRIT.
39
Þetta er og í fullu samræmi við reynslu manna og eft-
irtekt hér á landi. Grávíðirinn mun ekki hafa verið
rannsakaður efnislega fyr en nú.
26. Salix lierbacea. L.
Grasvíðir (71).
Þessi smágjörva víðitegund er talin hið bezta. hag-
kvisti fyrir búsmala á sumrum, eins og nafnið smjörlauf
bendir til — og fyrir beitarfé á vetrum; munu nöfnin
sauðJcvisíur, géldingalauf og beitikvistur vera af því
dregin. „Kálfar, lömb og alt undaneldi hefir aldrei betri
þrif, en þegar það fær beitikvist, það er betra enn hið
bezta hey, því þessi sauð- eða beitikvistur bæði fæðir
elur og feitir allan búpening og búsmala" segir Björn
Halldórsson.1 — Grasvíðirinn er mjög algengur hér á
iandi, og vex bæði hátt og lágt í holtum og móum, en
mestur er hann til fjalla og efst í daladrögum 1500—2000
fet yfir sjó. Þar er hann oft aðalplantan í lautum og
hölJum, sem snjó leysir seint úr á sumrum, þvi aðrar
plöntur fáar geta kept þar við hann um völdin. í þess-
um köldu hálfröku fannalægðum vex hann í þéttum
græðum. Þessir hálfsþumlungsháu grasvíðis„skógar“ eru
eins og „óasar" á fjallauðninni. „Skógbotninn" eða
lággróðurinn eru mosar og sumstaðar er stanglingur af
hinum herknustu háfjallaplöntum inni á milli dverg-
„trjánna" t. d. fjallasveifgras, fjallapuntur, fjallafoxgras,
brjóstagras, músareyra, lækjafræhyrna, fjalladepla,
lækjasteinbrjótur og stjörnusteinbrjótur, fjalladúnurt,
ljónslappi, fjallasmári, rjúpustör og heiðarstör og svo
auðvitað hin alstaðar nálæga kornsúra . En eins og
nærri má geta er þessi blómjurtagróður allbreytilegur,
tegundirnar fleiri eða færri, og fer það mest eftir hita
og rakastigi jarðvegsins. — Blómgunar og laufgunartími
grasvíðisins er mjög mismunandi eftir því hve hátt hann
er eða lágt og eftir því hvenær snjó leysir. Á láglendi
J) Bj. H. Grasnytjar bls. 181.