Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 45
BÚNAÐARRIT.
41
sagt um þetta með vissu fyr, en gerðar væru fleiri efna-
greiningar. Tæplega getur þessi mikli munur stafað af
því, að prófgresin eru tekin með þriggja vikna millibili..
— Þegar holdgjafasamböndin eru undanskilin er gott
samræmi á milli efnagreininganna, hlutfallið milli amid-
efna og eggjahvítuefna er t. d. nálega alveg eins 9,3 :
90,7 og 9,7 : 90,3.
Þótt grasvíðirinn verði eftir efnagreiningunni að
dæma að teijast lakari fóðurjurt en víðitegundir þær,
sem skýrt, er frá hér næst á undan, þá er það ekki víst
nema álit alþýðu á fóðurgildi hans sé engu að síður rétt.
Plantan er auðug af extraktefnum, sein að mestu leyti
munu verc auðmelt kolvetnissambönd og þetta eitt er
nægilegt til þess að afla honum álits sem beitijurtar.
Búnotagildi grasviðisins er þó vafalaust mest fyrir þá.
sök, að hann getur lagt undir Big stór svæði, þar sem
aðrar beitijurtir þrííast ekki vegna óblíðu náttúrunnar,
og veitt búpeningi nægtir fóðurs þar sem ekki er öðru
eða litlu öðru til að dreifa. Kellgren og Nilson geta
þess lika hve mikilsvirði grasvísirinn sé sem hreindýra-
beit á háfjallaauðnunum í Skandínavíu.
27. Calluna vulgaris (L.) Salisb.
Beitilyng (156).
Beitilyngið, eða beitibuskinn — svo er það nefnt á
Austurlandi —, er mjög algengt hér á landi. Það vex
innan um aðrar móaplöntur, svo sem krækilyng, blá-
berjalyng, sortulyng, fjalldrapa o. fl., og allviða er það
aðalplantan og litar þá stóra fláka blárauða seinni hlutá
sumars. Það verður sjaldan eða aldrei eins stórvaxið og
í Skandinavíu og i Danmörku og vex aldrei á raklendi,
svo eg viti. Nöfnin benda til þess, að það sé nothæft
til beitar „Sem nafn þessarar urtar tjáir“, segir Björn
Halldórsson,1 „er hún góð smalabeit bæði á vetrum og
1) (Irasnytjar, bls. 15.