Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 47
BÚNAÐARRIT.
43
hvituefna og komst að þeirri niðurstöðu, að þau væru
3,5 : 96,5 og meltanleikastig holdgjafans væri 37,1.
Hellriegel og Lehde hafa rannsakað 0extraktefnin“ („hrá-
feitina") og komust þeir að raun um, að hér um bil
helmingurinn að eins var flta og grænu kornin þó með
talin, en hinn helmingurinn var að miklu leyti sútunar-
sýra. Þegar þess er gætt, hve holdgjafamagnið er lítib
og að eins lítill hluti þess meltanlegt, þá er ekki hægt
að gera mikið úr fóðurgildi beitilyngsins. Engu að síð«r
getur það komið að góðum notum, þegar ekki er völ á
betra fóðri, til þess að treina líflð í skepnum um stund-
arsakir, einmitt vegna þess, að fituefnin eru nálægt því
eins mikil og venja er til í fóðurjurtum, og af því heftr
það að líkindum komist í svo gott álit sem beitijurt og
harðindafóður.
28. Loiseleuria procumbens /L.J Desv.
Sauðamergur (159).
Þessi snotri smárunni er allalgengur á Norður- og
Austurlandi og vex víðar. Hann vex innan um aðra
lyngrunna, einkum þegar til fjalls dregur, í þéttum, si-
grænum torfum og fagurrauðum, meðan plantan er i
fullum blóma, en það er í mai—júní. Hann er talinn
góður til sauðfjárbeitar á vetrum og það hafa menn full-
yrt, að sauðir rifu hann i sig. Af því drægi hann nafnið
sauðamergur, en eg hefl aldrei séð nokkra skepnu snerta
hann. Þykir mér sennilegt, að skepnur bíti hann ekki
nema í neyð, þegar hungrib sverfur að.
Prófgresið var tekið sama dag og á sama stað og
beitilyngið og grasvíðirinn.
Efnahlutföllin voru
í prófgresinu þuru:
Vatn ........................................... 10,02°/«
í þurefninu:
Aska ... ................................. 2,71—
Flyt 2/71