Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 50
46
BÚNAÐARRIT.
l«ga var hægt að gera. nokkurn samanburð á þeim og
sænskum plöntum, er nokkuð yrði á bygt.
Nú hafa verið rannsakaðar 9 gras- og seftegundir,
12 jurtkendar tvíkímblaðaplöntur og 5 runnar, og koma
athuganir þær, sem nú eru gerðar, að miklu leyti heim
við það, sem áður var kunnugt um mismun á efnasam-
setningu íslenzkra og sænskra jurta, þó ekki að öllu leyti.
Um grösin er það að segja, að askan er meiri í þeim
öllum undantekniegarlaust en í sænskum grösum. Hold-
gjafamagnið í íslenzku grösunum er aftur ekki meira en
i sænskum grösum sömu tegundar og í einni tegund
(nr. 5) talsvert minna. Meltanleiki holdgjafaefnanna er
aftur meiri að einni tegund undanskilinni. Munurinn er
þó eigi mjög mikiU. í 4 íslenzkum efnagreiningum er
meltanleikastigið að meðaltali 80,5 á móti 76,6 í 5
efnagreiningum Nilsons. Munurinn á eterextraktinni er
sárlítill og á báða bóga. Sellulósan er aftur yftrleitt
töluvert minni í íslenzku prófgresunum en í þeim sænsku,
að meðaltali í 4 : 5 efnagreiningum 24,5 : 31,4.
Um hálfgrös og seftegundirnar verður ekkert sagt
að þessu sinni, því hér er um svo fáar efnagreiningar
að ræða. Sama má segja um runnana.
Um öskumagnið í tvíkímblaðajnrtunum er ekki unt
að draga neina ákveðna ályktun út af efnagreiningunum.
Að holdgjafamagninu til eru íslenzku jurtirnar auðsjáan-
iega fremri hinum sænsku, þó ekki sé það með öllu und-
antekningarlaust. Holdgjafamagnið er að meðaltali 18,75
í 6 íslenzku prófgresunum móti 16,37 í 8 sænskum próf-
gresum (Nilson). Meltanleikinn er nálega alveg jafn, að
meðaltali 83,0 : 83,3. Eterextraktin er yfirleitt meiri í
islenzku jurtunum en þeim sænsku, en sellulósan aftur
minni, að meðaltali í sömu tölu prófgresa 13,9 : 22,6.
Yfirleitt hafa rannsóknir þær, sem nú hefir verið'
skýrt frá, fremur staðfest en rýrt gildi þeirrar niðurstöðu,
sem við komumst að við hinar fyrri rannsóknir, að is-