Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 51
BÚNAÐARRIT.
47
lenzkar plöntur væru venjulega auðugri af leyaanlegum
efnum og snauðari af óleysanlegu tréni (sellulósa) en
skandinaviskar plöntur sömu tegundar. Þetta er ekki
heldur neitt undravert eða ósennilegt. Eftir því sem
þekkingin eykst á efnasamsetningu plantnanna verður
það mönnum æ ljósara, að því fer fjarri, að efnasam-
setning hinna ýmsu plöntutegunda sé jafnan eins, heldur
sífeldum breytingum undirorpin. Staía þessar breytingar
af loftslagsmismun, eðli jarðvegsins, raka hans og nær-
ingarmagni o. fl., sem áhrif heflr í hverju einstöku til-
felli á þrif og þroska plöntunnar. Af þessu leiðir á hinn
bóginn, að þær plöntur, sem rígbundnar eru við sérstaka,
fast ákveðna staðhætti, t. d. eiginlegar vatnajurtir, móa-
plöntur o. fl., eru minni breyt.ingum háðar að efnasam-
setningu til en plöntur, sem fremur geta valið um vaxt-
arstaði og eiga því oft við allólík kjör að búa. í þessu
sambandi mætti t. d. minna á, hve horblaðkan er gagn-
lik að efnasamsetningu, hvort hún er tekin á íslandi eða
i Svíþjóð norðan til eða sunnan til, og þá er ekki síður
eftirtektavert, hve sambærilegir þeir eru móarunnarnir
þrir hinir síðast töldu að efnasamsetningu og ólíkir öllum
hinum öðrum plöntum.
Þetta atriði, sem frá lífeðlislegu sjónarmiði er afar-
mikilvægt, verðskuldaði, að því væri meiri gaumur gef-
inn og athugað nánar en hér hefir verið kostur á enn
sem komið er.
Þegar lokið væri efnarannsókn allra þeirra plantna
hér á landi, er talist geta fóður- eða beitijurtir, mundum
vér fróðari um margt og mikið, sem haft gæti mikil-
væga og víðtæka hagfræðislega og vísindalega þýðingu.
Hverja plöntutegund þyrfti að taka bæði seint og snemma
að sumrinu á mismunandi þroskastigi, og þær plöntur,
sem una ólíkum staðháttum, ætti að taka á sem flestum
stöðum, þar sem plönturnar eiga við ólik kjör að búa.
Hefi eg hug á að vinna að þessum rannsóknum