Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 53
Skógræktarmálið á íslandi
og sumstaðar erlendis.
Fyrii'lostur fluttur í Reykjavík 21. marz 1909.
Nú er bráðum liðinn einn áratugur síðan skógrækt-
armál íslands var hafið, og það, sem gert hefir verið í
því máli, verður alls eigi talið lítils virði, einkum þegar
þess er gætt, að það, sem getur stutt, það mál mest af
öllu, vantaði í fyrstunni algerlega, en það er áhugi al-
mennings og skilningur á þvi, hverja þýðingu það mál
hefir fyrir framtíðarheill landsins og þjóðarinnar. Eng-
inn sá fjárstyrkur, sem til mála getur komið að veita,
gæti i þessu landi komið í staðinn fyrir áhuga almenn-
ings á málinu eða gert hann óþarfan; þar á móti getur
fylgi almennings lagt varanlegan grundvöll til þessa máls
með eigi svo tilfinnanlegum fjárframlögum. Nú verður
oigi lengur með sönnu sagt, að enginn áhugi sé til á
þessu máli; en það hefi eg þrásinnis komist að raun um
á ferðum mínum, að fjarska mikið vantar á, að almenn-
ingur sé fús á að sýna þennan áhuga sinn í verkinu.
Og það eru engin undur, þó að alvarlegur áhugi á þessu
sé seinn að vakna hjá öllum þorra manna.
íslenzk alþýða er orðin því svo vön, kynslóð eftir
kynslóð, að ferðast um auð og uppblásin fjalllendi, að
henni er aigerlega úr minni liðið, livernig það var að
ferðast um iandið, þegar þessar sömu lendur voru þaktar
kjarrskógi og gróðursælum jarðvegi. Hún er hætt að
hugsa um skóginn; hún getur nú ekki framar gert sér
neina hugmynd um það gagn, sem menn höfðu fyrrum
af skógunum, né um þann blæ, sem hann þá brá á
4