Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 55
BÚNAÐARRIT.
51
belti; fyrir sunnan það er þroskamikill og þéttur kjarr-
skógur, en eyðimelar fyrir norðan.
Á þessu ári mun allur skógurinn verða girtur, en
girðingin ein getur eigi stöðvað eyðinguna. Það verður
líka að afgirða sandauðnina, gera garða úr grjóti eða
timbri og sá þar melfræi. Þegar það er búið, þá má
fyrst vænta þess, að þessi perla kjarrskóganna haldi
þeirri víðáttu, sem liún nú hefir, og útbreiðist síðan af
eigin ramleik, í stað þess að hún nú er að eyðast ár
frá ári.
Hér á landi hafa skógar alveg sérstakt aðdráttarafl;
hin stórfelda prýði öræfanna og jöklanna kemur þá fram
í tvöföldum Ijóma í allri sinni fjölbreyttu fegurð, eins og
væri hún gullroðin umgerð um mynd öruggleika og un-
aðar. Umgerðin er hin sama nú eins og fyr; útsjónin
til fjallanna og heiðanna í íjarlægðinni er ávalt hugfang-
andi hér á landi; hún er sí-breytileg, næstum því eins
og hafið, ailt eftir þeim blæ, sem ijósið bregður á hana
i það og það skiftið; en þessi mynd er víða svo stór-
kostlega skemd.
En sem betur fer, þá eru margir þeir staðir til enn,
þar sem hið lágvaxna og skaðbitna birkikjarr minnir á
þá fegurð, sem þeir höfðu fyrrum, en er nú ekki orðin
nema svipur hjá sjón. En þar sem hinn trjákendi gróður
er alveg horfinn, er sjónarsviðið í grendinni alstaðar
sjálfu sér líkt; það verður tilbreytingarlaust og eyðilegt
og það jafnvel í dölunum niðri. Svo fagur og einkenni-
legur staður sem hið nafnkunna Ásbyrgi er í sjálfu sér,
þó ekki sé litið á annað en lögun þess, þá er það þó
hinn hávaxni skógur í því, sem gerir það svo sérstak-
lega nnaðslegt.
Mér gefst hér tilefni til að segja stutta þætti úr
sögu skóganna sumstaðar erlendis. Því sem næst í
öllum þjóðmenningarlöndum hafa skógarnír verið höggnir
hugsunarlaust öld eftir öld; menn hafa brúkað þá eins
og böðlar, farið illa með þá og eytt þeim.
r