Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 56
52
BÚNAÐARRÍT.
í skýrslu einni um skógana í Miðjarðarhafslöndunum,
elztu þjóðmenningarlöndunum hór í álfu, segir svo: í
rómönsku löndunum er saga skóganna öldum saman ekki
annað en saga skógruðninga alt frá döguin Rómverja.
Það var þá fyrst, er menn fóru að kenna á hinum óþægi-
legu afleiðingum þessa landusla, að þeir fóru að láta
skógrækt koma í staðinn fyrir skógruðningu, og þýzkur
skógræktarmaður hefir því kveðið rétt að orði, þar sem
hann kallar skógræktina: „Ein Kind der Noth“, o: barn
neyðarinnar.
Nítjánda öldin or breytingatími í sögu skóganna i
flestum löndum. Ýmislegt bar til þess, að menn fóru
alment að gefa skógunum gaum og landstjórnarar fundu,
að þeir voru tilknúðir að gera ráð sin skógunum til
varnar. Þessi hreyfing hófst einna fyrst í Danmörku,
enda var það eðlilegt, því landið er iítið og liggur norð-
arlega, auðvelt að ná til skóganna, og svo er iandið til-
tölulega fjölbygt. Það þurfti mikils eldsneytis við og
viðar til annara afnota og auðhlaupið að því. Það var
óttinn fyrir eldsneytisskorti, sem opnaði þar augu manna
fyrir skógunum. Það var tilefni til laga, er út voru
gefin 1805, er lögðu öílug höft á skógarhöggið og frels-
uðu skógana í einum svip frá ágangi húsdýranna, og af-
leiðingin varð sú, að skógurinn breytti skjótt útliti. Opin
svæði, sem höggin voru til skaða og eydd af of mikilli
vetrarbeit, lokuðu sér nú skjótt með þótium beykiný-
græðingi og öðrum trjátegundum; þetta ungviði datnaði
svo, eftir því sem öldin leið, fyrir viturlega meðferð og
varð að hávöxnum skógi, og er hann nú einhver hin
mesta prýði landsins.
í Þýzkalandi er breytingin frá hugsunarlausum skóg-
ruðningi til reglulegiar skógræktar byrjuð fyrir löngu.
Margt bar til þess, að eyðingin varð eigi eins stórfengleg
eins og í Danmörku eða í öðrum löndum, en sjálfsagt
var það ekki sízt því að þakka, að landsmenn höfðu