Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 57
BÚNAÐARRIT.
53
öldum saman verið skógarvinir og skilið, hvaða gagn
var að því að vernda þá.
Á Frakklandi haíði aftur á móti eyðing fjallaskóg-
anna margvíslegt tjón í för með sér, og nú hefir um
langan tíma verið varið miljónum króna á ári til 'pess
að græða þá upp aftur, og árangurinn af því verki er
sagður aðdáunarverður. Á Ítalíu voru sett lög árið 1887,
sem lúta að friðun skóga. í Noregi hófst þessi hreyfing
með stofnun landsskógarfélaga; en Sviar hafa fyrst á
þessari öld hafið baráttuna hjá sér með skógalögunum
frá 1903. Land eins og Ungverjaland, þar sem einstök
íylki eru einn óslitinn skógur af enda og á, hefir jafn-
vel lagt fyrstu drögin til skógarfriðunarinnar með skóg-
arlögunum, sem þar voru sett árið 1879. Og hér getur
verið tilefni til að minnast nokkru ítarlegar á þetta
land út af skýrslum frá sumum héruðum í landinu, svo
sem Slavóníu og Króatíu.
Slavónía iiggur uppi í landi og er áföst við Króatíu
að vestan, en Króatía liggur niður að Adríahafl beint á
móti Feneyjum.
Tveir danskir skógræktarmenn fóru árið 1900 þangað
til þess að skoða eikiskógana þar. Þeir ferðuðust fyrst
um eikiskógahéruðin í Slavóníu. „Þegar skógar eru
höggnir í þessum héruðum", segja þeir, nþá er það til
þess að græða skóginn upp aftur. Öll fjárbeit er bönnuð
á þessu svæði, og þar úir og grúir af ungum eikiplönt-
um í samanþjappaðri moldinni; þar þarf því eigi svo
mjög á íþrótt inenningarinnar að halda til þess að greiða
fyrir vexti plantnanna".
Frá Slavóníu ferðuðust þeir til Karst-héraðanna í
suðvesturhluta Króatiu. Karst er klaksteinsháslétta, hæð-
ótt mjög, og þar eru stór svæði vaxin kjarrskógi, sem
sprottið hefir upp af stuðningsteinungum eldri trjáa, sem
búið er að höggva fyrir iöngu síðan. Kjarrið er mest
megnis beyki og eik; en innan um það vex bjarkviður,
hesli, kornel-viður, hlyrtur og þyrnir. „Nautabeit og