Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 58
54
BÚNAÐARRIT.
sauöfjávbeit er þar svo mikil“, segja þeir, „að kjarrið getur
ekki runnið upp og orðið að skógi, en það verður það
undir eins og það er friðað með girðingu. í hinum kalk-
borna jarðvegi uxu hinir fegurstu barrskógar og lauf-
skógar á sínum tíma, en þeim var eytt smám saman með
því að þeir voru höggnir hlífðarlaust. Feneyjaborgarmenn
þurftu forðum á ógrynni viðar að halda, til þess að byggja
borg sína forðum, og geitur og sauðir bitu ungviðið, svo að
það gat ekki orðið að nýjum skógi. Á síðari tímum hefir
ungverska ríkið varið stórfé til þess að koma skógunum
upp aftur í þessum eyðihéruðum, sumpart með því að
kaupa stór svæði og láta friða þau, og sumpart með því
að banna alt geitfjárhald".
Af þessu er þá auðsætt, að jafnvel í suðrænu veð-
urblíðunni, þar sem jafnt trjákendur sem jurtakendur
gróður sprettur með þeim krafti og þroska, sem ekki
þekkist hér á Norðurlöndum, þar geta húsdýrin haldið
skógunum niðri svo, að þeir verða ekki annað en vesalt
kjarr. Þá er sannarlega of mikils krafist, ef fram á það
er farið, að vér hér á íslandi getum haft skóga oss til
skemtunar, meðan hundruð þúsunda af sauðfé mega
tálmunarlaust halda áfram eyðingarverki sínu árið um
kring. Og er það nú ekki hugarburður, að skógarnir
séu sauðfénu ómissandi? Sumt virðist benda á það.
Það er fullyrt á einum stað hér á landi, í Þórsmörk,
að reynsla sé fengin fyrir því, að fé geti eigi lifað ein-
göngu á kvisti nema mánaðartíma; fái það ekki annað
fóður, þá horfellur það. Og sjálfur hefi eg verið sjónar-
vottur að þvi hér í vetur, bæði í Borgarfirði og hjá Víf-
ilsstöðum, að sauðfé snertir ekki kjarrið, méðan það get-
ur krafsað til jarðar fyrir snjó og náð í annað fóður.
Loks hefi eg heyrt einn af landbændum hér fullyrða, að
sauðfé þrífist eigi betur á skógarjörðum en á öðrum
jörðum.
Enn er tilefni til að minnast á eitt land úti í heimi
og það eru Bandafylkin í Norður-Ameríku.