Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 59
BÚNAÐARRIT.
55
í engu landi hefir eyðing skóganna verið eins geysi-
viðtæk eins og þar; en hins vegar hefir heldur engin
þ|óð sýnt aðra eins framtakssemi í því að friða skógana,
eins og Bandaríkjamenn, síðan það komst inn í meðvit-
und almennings, að hættan lá fyrir dyrum. Og eitt er
það, sem vert er að taka fram: Jafnvel þeir, sem höfðu
beinan hag af skógarhögginu, sleptu öllu tilkalli til þeirra
hagsmuna sinna af tilliti til almenningsheilla.
Hið feiknarlega skógarhögg og svo hinar stórkost-
legu skógarbrennur, sem orsakast hafa af óvarkárni
verkamannanna, hafa svo eytt skógum Bandafylkjanna á
síðasta mannsaldri, að þeir, sem ekki þekkja annað en
hvernig til hagar hér í álfu í þeim efnum, geta varla
gert sér neina hugmynd uin það.
í Alleghany-fjöllunum í austurfylkjunum fór eyðing-
in fram á sama hátt og hér á landi.
Það var ekki skógurinn einn, sem leið undir lok;
þegar búíð var að uppræta hann í fjallahlíðunum, pá stóð
ekkert framar í vegi fyrir aíli vatnsins, sem streymdi niður
hlíðarnar. Hver einasta steypiskúr varð að ótal fjalla-
lækjum, sem grófu undir jarðveginn og báru moldina
með sér niður í fljótin, og fljótin báru hana svo út í
hafnirnar á austurströndinni; og svo kvað mikið að þess-
um framburði fljótanna, að ekki varð hjá því komist,
að ná upp leðjunni. Á eigi allmörgum árum eru þær
fjallshlíðar orðnar að eyðimörkum, sem fyrrum voru
vaxnar hinum inndælustu skógum; nú gnæfa þar berar
klappirnar hvarvetna. í þeim héruðum, þar sem skóg-
arhöggið átti sér stað, tók bændur að skorta haga
handa búfé sínu, og urðu þeir að yflrgefa jarðir sínar og
íiytja burtu. Stórárnar, sem hafa upptök sín í þessum
héruðum, höfðu jafnt vatnsmagn, þ. e. munurinn var
lítill á mesta og minsta vatnsmagni í þeim. Þetta var
skóginum að þakka. Þær gátu því knúið margar sög-
unarvélar og aðrar iðnaðarvélar; nú urðu þær eftir veðr-
áttufarinu ýmist smálækir, sem ekki gátu knúið vélarnar,