Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 60
56
BÚNAÐARRIT.
eða þær ultu fram í ofsavexti og flóðu yflr alla bakka og
tóku með sér sumar af verksmiðjunum; þeir, sem þar
höfðust við, voru þá líka nauðbeygðir til, sakir eyðingar
skóganna, að yflrgefa lms og heimili og flytja til annara
héraða.
Það er ekki langt siðan, að skógræktarmálið hófst
í Bandafylkjunum. Ameríkumenn telja sjálfir að nýja
tímabilið í þessu efni hefjist með skógræktarþinginu, sem
haldið var í Washington 1905, og það verk, sem síðan
hefir verið unnið að viðreisn skóganna, er sannarlega
allrar aðdáunar vert.
Á stjórnarárum 5 síðustu forsetanna hefir stjórnin
aflað sér samtals um 10000 fermflna af skógi, og þar af
hafa um 5000 fermílur bæzt við, síðan hið tilnefnda þing
var haldið. Nú á alt skógarhögg að fara fram eftir
ákveðnum reglum, og meðan á skógarhögginu stendur
eru víðtækar ráðstafanir gerðar til þess að tryggja skóg-
inn fyrir eldsvoða. Að sjálfsögðu er til auk þessa
feikileg víðátta af ógræddu landi, mikið af opnu svæði,
sem rúmað getur þúsundir af bæjum og öðrum manna-
bústöðum; en allir þeir, sem vilja fá haga handa búpen-
ingi sínum á sjálfu skógarsvæðinu, verða að fá sér skrif-
legt ieyfi til þess hjá stjórninni, og fá útmælda haga-
bletti, og út íyrir það má fénaður þeirra eigi fara. Árið
1907 var geflð beitarleyfi handa l1/* miljón hesta og nauta
og hér um bil 6V2 miljón sauða, og þetta bendir á, að til-
högunin er í góðu gengi. Hér er ekki um neitt smá-
ræði að gera, og auðvitað er langt frá því enn, að ríkið
hafl nægilega forsjálum mönnum á að skipa; en aðgang-
urinn að því heldur áfram ár frá ári, og loks mun tak-
ast að ná takmarkinu. en það er regluleg skógrækt. Að
roinsta kosti má telja það staðreynt, að þeir hafa nú á
fjórum árum gert svo yfirgripsmiklar ráðstafanir, að því
er skógana snertú, að þeir hafa nú fengið fulla vernd
fyrir hlífðarlausri eyðingu.
Nú er ísland komið í tölu þeirra landa, sem lagf