Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 61
BÚNAÐARRIT.
57
hafa grundvöllinn til skógræktarmálains. Fyrsta spurn-
ingin hjá þeim, sem gaum hafa gefið þessu máli og hafa
áhuga á því, verður þá þetta: Eru hér nokkur skilyrði
fyrír þvi, að hægt sé að rækta hér skóga, svo að nokkru
nemi, og er skógurinn svo mikils verður fyrir landið, að
það sé tilvinnandi að hefja það mál. Eftir þeirri þekk-
ingu, sem eg fengið á þessu landi, og þeim skýrslum,
sem fyrir hendi eru um sögu skóganna í öðrum löndum,
þá hlýt eg að svara: skilyrðin eru fyrir hendi, en það
verður ekki eins auðsótt að vekja áhuga manna hér og
í öðrum löndum, af því að hér eru svo litlar leifar eftir
af reglulegum skógi, að þeir eru fæstir, sem hafa nokkra
fulla vitneskju um það, hvilík blessun skógurinn er, og
hvað hann getur margvíslega létt undir með þeim, sem
búa í sveitunum, hvað hann prýðir landið og hve aðlaðandi
hann er í eðli sínu. En hitt hefi eg reynt, að þeir, sem
búa næst beztu skógunum, vita hvers virði þeir eru. Eg
veit það, að Akureyrarbúar fara á sumrin i Hálsskóg og
Vaglaskóg sér til skemtunar, þegar veður eru nokkur veg-
inn góð. Eitthvað hlýtur það þá að vera, sem dregur þá
þangað; og eg þekki til hins sama um Seyðfirðinga; þeir
riða iðulega upp i Hallormsstaðaskóg og Egilsstaðaskóg,
þrátt fyrir það þó torfæra sé yflr heiðina. Þeir staðir
þar sein menn geta fundið þá náttúruprýði, sem
þessir kaupstaðarbúar leita eftir, jafnskjótt sem timi
og tækifæri gefst, geta orðið margir á 15—20 árum, ef
iandsbúar af áhuga á málinu vildu leggja það á sig, sem
ekki er nein frágangssök, það, sem útheimtist til þess
að haga svo göngu fjárins í heimahögum og afréttum,
að það gangi ekki innan takmarka kjarrskóganna í 5
mánuði af árinu eða frá janúar til júní.
En jafnvei þótt þetta væri nú hægt að gera, þá
yrði samt erfitt að koma því á, því að íslenzki bóndinn
er um langan aldur orðinn því svo vanur, að fara illa
með jörðina, að hann mun telja hvert það haft, sem á
hann verður lagt i þá átt, hina stökustu ósanngirni, og