Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 62
58
BÚNAÐARRIT.
þeir eru fæstir, sem skilja það, að það er einmitt ill
meðferð jarðanna, sem valdið heflr fátækt landsins. Eg er
sannfærður um, að þeir staðirnir, þar sem kjarrið er horfið
og fjalldrapinn og moldin heflr þar af leiðandi sópast burtu,
svo að menn hafa yfirgefið bæina og ílutt í önnur héruð,
eru talsvert fleiri en þeir staðir, þar sem eldgosin hafa
rekið menn burtu. Og eg er viss um, að bólstaðir ís-
lenzkra bænda hafa verið reisulegri, meðan skógarnir
stóðu, en margir þeirra eru nú. En bóndinn skildi ekki,
að hann og skógurinn áttu að hlynna hvor að annars
hag og að hann bakaði sér efnatjón með því, að fara illa
með skóginn.
Eg skal viðurkenna það, að hvar sem maður nú
ferðast um landið og kemur i hvern dalinn af öðrum
með meira eða minna uppblásnum og skriðuhlaupnum
hlíðum, þá mun hveijum manni finnast sem manns-
höndinni sé það um megn, að ráða bót á því tjóni, sem
orðið hefir, og svo mundi það líka áreiðanlega reynast;
en til er það, sem mjög getur stutt að þessu umbóta-
verki, og það er kraftur skógarins, fjalldrapans og jurta-
gróðurins til þess að útbreiðast af sjálfum sér, þegar
það er farið að ná kröftum að nýju. Náttúran sjálf er
meistari í því að sá. í sumar sem leið sýndi prestur-
inn á Hálsi mér tvo bletti hér um bil einn áttunda úr
mílu í norðvestur frá bænum; það voru tvær brekkur,
sem fyrrum höfðu verið gróðurlausar; en síðustu 15—20
árin hafði kjarrið fest þar rætur að nýju og var nú
orðið þétt og þroskað. Þessar brekkur, sem liggja móti
norðri og norðvestri, mundi mönnum seinast af öllu hafa
komið til hugar að sá í eða gera að gróðraneit, en
náttúran hafði unnið verkið sjálf án nokkurrar mann-
legrar aðstoðar.
Menn mega vænta sér mikils af skógunum í þessa
átt. Alt það svæði, sem er skógi vaxið, er stórt, því
vér vitum, að kjarrskógarnir í Árnessýslu, sem engan veg-
inn eru með þeim fremstu í því tilliti, eru áreiðanlega ekki