Búnaðarrit - 01.01.1910, Qupperneq 63
BÚNAÐARR'IT.
59
minna en fermíla að víðáttu, að meðtöldum þeim svæðum
í grend, sem eru vaxin fjalldrapa, og kalla mætti hið
breiða undirlendi í Borgarfirði skógríkan landshluta, ef
kjarrið, sem þar vex, væri virkilegur skógur, og
margir staðir á norðvesturlandinu, norðausturlandinu og
á austurlandi eru vaxnir kjarri á stóru svæði. Af þessu
er það auðsætt, að ef hinn trjákendi gróður væri friðaður
um alt landið, þá mundi það stórlega greiða fyrir því,
að þau svæðin yrðu víðáttuminni, sem nú eru gróður-
laus, og það því fremur sem veðuráttan er stormasöm,
því stormarnir greiða fyrir dreifingu fræjanna; þau eru
svo létt fyrir þeim.
En svo eg snúi mér að hinni spurningunni, hvort
landið mundi hafa svo mikið gagn af því, ef trjágróður-
inn yrði meiri, að það geti verið tilvinnandi að koma á
skógrækt, þá er eg viss um, að margir mundu verða
mér samdóma um það, að sé nokkurt land til, þar sem
skógur gæti eflt velmegun landsbúanna og gert landið
byggilegt yflrleitt, þá hlyti það að vera ísland. Sú eyð-
ing skóganna, sem hér hefir átt sér stað á liðnum öldum,
sannar það. Það sannar líka mismunurinn á loftslaginu
i skógivöxnum og skóglausum fjallahlíðum, skriðu-
hlaupnum og gróðurlausum. Úr skógivöxnu hliðunum
kemur aldrei fellibylur, og þegar vetrarbyljirnir leika um
fjallatindana, þá komast þeir aldrei mjög langt niðuf
eftir hlíðunum, jafnvel þótt kjarrið, sem móti þeim á að
taka, sé einkar lágvaxið.
Það varðar miklu, að þeir blettir, sem ræktaðir eru,
séu í góðu skjóli. Það tún, sem liggur í skjóli, gefur
miklu meiia af sér en hitt, sem stormarnir næða á sí
og æ, og mannshöndin getur komið þar miklu til vegar;
en verkið mikla, það að klæða hinar víðáttumiklu auðnir
grænum búningi, hvort heldur trjágróðri eða jurtagróðri,
verður að fela náttúrunni sjálfri með því að veita henni
frelsi til að neyta krafta sinna, með þvi að svifta af
henni því oki, sem á henni liggur, og til þess heyrir þá