Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 64
GO
BÚNAÐARRIT.
fyrst og fremst — sú vísa verður ekki of oft kveðin —, nð
strangara eftirlit sé haft með göngu búfénaðarins en nú
gerist.
Það er mikið hægt að gera í þessu tilliti. Fyrsfc
og fremst er það enginn ógerningur, að halda fénu frá
kjarrinu vetrar- og vormánuðina. Þar næst er hægt að
varna því fé, sem gengur á afréttunum, að renna niður
i heimahaga og gera þar usla í jarðargróðrinum, eins og
það gerir við og við í óveðrum; það má gera með hag-
anlega lögðum girðingum. Eg get tilnefnt tvo staði, sem
hægt er að afgirða svo að fullu haldi komi. Annar sá staður er
hjá Hallormsstað. Girðing, sem lægi frá norðausturhorninu á
skógargirðingunni austur að Grímsá, mundi verja stórt svæði
fyrir ágangi fjár frá mjög svo viðáttumiklum afréttum.
Girðing frá Þjórsá austur að YtriRangá hjá Búrfelli
mundi afgirða fjallhagana til norðurs og norðausturs fró
siéttu þeirri, sem liggur þar vestur undan og sumparfc
er uppblásin, en sumpart vaxin melgrasi. Og svo hagar
fcil á mörgum stöðum, að nota má ár og þverbrattar
hlíðar til hjálpar til þess að afgirða stór svæði frá ágangi
fénaðar og styðja svo með því að vexti og útbreiðslu
jarðargróðans. Mörg eru þau héruð hér á undirlendinu,
þar sem menn mundu kafa í knéháu grasi eftir fárra
ára friðun. Eg vil að eins benda á, livað grasið og blá-
berjalyngið er þroskamikið í Rauðavatns-girðingunni. Blá-
berjalyngið er svo kraftmikið, að það blánar af berjum,
en fyrir utan girðinguna sést ekki ber á því.
Ef einhverjir vilja sjá góða mynd af því. hvernig
kjarrið eyðist smám saman, en þó fljótt, þá vil eg ráða
þeim til að ferðast upp að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
hinni nyrðri; þar má sjá flestar tilbreytingarnar frá þvi,
er jörðin er eyðimelar, og til þess er hún er vaxin
þéttu kjarri. Það sésfc þar í fjallshlíðinni. Komi maður
ríðandi vestan að, þá er melbrekka fyrst, svo sem einn
íjórðung mílu fyrir vestan bæinn; hún er með dökkum
smáblettum, þegar nær dregur bænum. Það eru mold-