Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 65
BÚNAÐARRJT.
61
arbörð, sumpart gróðurlaus eða grasi vaxin, sum víði
vaxin, eftir því sem stigamunurinn verður meiri og marg-
breyttari; síðan skiftast á melar og kjarr heima við bæ-
inn að jöfnu, og allra síðast er kjarrið orðið eitt um hit-
una. Þegar litið er yfir þetta svæði álengdar, þá er
gróðureyðingin þar svo reglubundin, eins og hún hefir
gerst eftir því sem tímar liðu fram; hún gerist þvi hrað-
ara, sem stormarnir geta neytt sín betur. Gangi þetta
nú svona framvegis eins og hingað til, þá verður suður-
hliðin á bæjarbrekkunni orðinn einn óslitinn sandmelur
eftir 10—15 ár. En að norðanverðu hefir kjarrið haldið
sér enn, en er þo farið talsvert að mæðast.
Að því er skógvöxtinn snertir verðum vér enn á
einn veg að JijáJpa náttúrunni, sem sé með því að gera
kjarrið gisnara, til þess að það geti fljótara fengið öll
skógareinkenni og til þess að snjóþunginn lami það ekki;
snjóþunginn gerir það að verkum hér á landi, að margar
greinar gerast jarðlægar, og stofnarnir verða svo krækl-
óttir og rísa aldrei upp frá jörðinni. Þetta varðar miklu
fyrir þroska ungviðisins, en þetta er umfangsmikið og
verður varla int af hendi svo fljótt og vel sem æskilegt
væri, bæði af því, að vinnukrafturinn er lítill, eins og
kunnugt er, hér á landi, og svo af því, að menn hafa
ekki hug á að gera það. En það dugar ekki. Þetta
verður að gera, ef menn vilja láta nokkuð verða úr
kjarrinu. Eins og skógurinn lítur nú út, þá er hann
likastur vanhirtri, lítilmótlegri og veiklaðri skepnu, sem
menn verða að hjúkra skynsamlega, svo hún nái kröftum
sem íljótast aftur, og þeir, sem að þessu vinna, verða
að sætta sig við það, þó þeir verði óhreinir um hend-
urnar og fái rispur í þær og þó kvistirnir rífl fötin þeirra.
Sú kemur tiðin, að skógurinn verður svo, að þeir munu
hafa gaman af að fást við það starf.
Landið hér er eyðilegt yflr að líta í fyrsta bragði;
þéim, sem hingað kemur úr skógríkum löndum, finst.