Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 66
62
BÚNAÐARRIT.
það alt of fátæklegt ásýnduni, til þess að hann get.i
kunnað við sig hér.
Það var að sumarlagi sem eg sá það í fyrsta skifti,
en mér fanst hér ekki sumarlegt. En nú, þegar eg er
húinn að sjá þá staði, þar sem þroskamikill jurtagróður
bregður sérstökum biæ yfir hverja árstíð, vor, sumar og
haust, sem svo aftur laðar og hrífur hugann á margvis-
legan hátt, þá sýnist mér landið alt öðruvísi. Eg skil
það nú, að það er yndi og eftirlæti náttúrunnar; það
eru eingöngu mennirnir, sem hafa gert þar usla með
rangri meðferð. Það laðar mann því meira að sér, sem
maður kynnist betur náttúru þess, því að hún hefir svo
margar myndir að sýna; hún byrjar á því að sýna oss
ilmbjarkirnar sinar og endar á því að sýna oss hrikaleg
fjöll og öræfi.
En munið eftir því, hversu þeir staðir eru fáir nú,
sem sýna þetta, og munið eftir, hversu margir þeir
geta orðið.
111 meðferð hefir öldum saman komið landinu i það
auðnarástand, sem það er nú í svo víða. Ef menn fara
vel með landið svo sem einn fjórðung aldar, þá mætti
mikið gera. Og svo er fyrir að þakka, að enn eru eftir
margir góðir staðir, þar sem skógurinn og blómstraríkið,
þó í öfugu sniði sé, hafa haldið sér til þessa og bíða að
eins eftir því, að þau fái að losna við alla þá, sem hafa
haldið þeim í ánauð, svo þau geti aftur borið höfuðið hátt;
en hverfl þau úr sögunni, þá er ekki mikil viðreisnarvon.
Nú hafa ungmennafélögin tekið sig til að vinna fyrir
skógræktarmálið. Af þessu hefir það mál mikinn hag,
og ef íélögin vildu halda vel áfram í verkinu, þá má
telja það víst, að mál þetta verður ekki nokkurn tíma
látið niður falla. Til þess að læra hin ýmsu störf við
skógræktina, sáning, gróðursetning og skógarhögg, þarf
ekki langan tíma, og þess vegna geta nú brátt margir
tekið til starfa. Það verður nú mögulegt í ýmsum hér-
uðum, þar sem enn þá eru kjarr og skógar til, að fá